Kvennakirkjan heldur guðþjónustu í Grensáskirkju sunnudaginn 15. október klukkan 20. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar. Aðalheiður Þorsteinsdóttir leiðir sálmasöng og leikur á píanó. Anna Sigríður Helgadóttir syngur einsöng. Á eftir verður kaffisamvera í safnaðarheimilinu.

Mánudaginn 16. oktbóber kl. 16.30 kemur dr. Sigurvin Lárus Jónsson prestur í Fríkirkjunni í Reykjavík í heimsókn í Þingholtsstræti 17 og ræðir um kvennaguðfræði. Sigurvin hefur mikinn áhuga á kvennaguðfræði og hefur sýnt Kvennakirkjunni stuðning, m.a. í aðsendri grein á visir. is í tengslum við 30 ára afmæli Kvennakirkjunnar í febrúar sl. Öll velkomin.