Vetrarstarf Kvennakirkjunnar hefst sunnudaginn 12. október klukkan 20 með messu í Seltjarnarneskirkju. Daginn eftir, mánudaginn 13. október klukkan 16.30, hefst vikuleg samvera með söngstund sem Aðalheiður Þorsteinsdóttir leiðir. Samveran fer fram í Kastalagerði 11 í Kópavogi og byggir á samtölum og lestri úr bókinni Kaffihús vinkvenna Guðs undir stjórn séra Auðar Eirar Vilhjálmsdóttur en einu sinni í mánuði er söngstund. Hlökkum til að hittast í október. Myndin með fréttinni var tekin í vorferð Kvennakirkjunnar til Vestmannaeyja.
