Uppáhalds jólasálmurinn?
Jólasálmarnir eru okkur kærir. Þeir auðga líf okkar: Opna okkur fyrir nálægð Guðs og fylla okkur kærleika og von. Við spurðum nokkrar konur í Kvennakirkjunni um hver væri þeirra uppáhalds jólasálmur? (Hægt er að smella á nöfn sálmanna til að sjá texta þeirra.)
Aðalheiður Þorsteinsdóttir organisti hvað hann vera sálminn nr. 94 í Sálmabókinni: Jesús þú ert vort jólaljós
Frú Agnes M. Sigurðardóttir Biskup Íslands og Sigríður Magnúsdóttir sálmaskáld voru á sama máli um að uppáhalds jólasálmurinn þeirra væri sálmur nr.78 í Sálmabókinni: Í dag er glatt í döprum hjörtum Jafnframt sagði Sigríður að á seinni árum hefði hún fengið mikið dálæti á undurfallegum texta sr. Hjálmars Jónnssonar: Á dimmri nóttu bárust boð sem er númer 564
Anna Sigríður Helgadóttir söngkona segir að Hátíð fer að höndum ein sé í miklu uppáhaldi hjá henni en hann er númer 722 í Sálmabókinni.
Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn hvað uppáhalds jólasálmurinn sinn vera aðventusálmurinn: Kom þú , kom vor Immanúel sem er nr.70 í Sálmabókinni og fast á hæla honum komi sálmurinn nr.81: Guðs kristni í heimi.
Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir og Kristín Ragnarsdóttir gjaldkeri Kvennakirkjunnar voru á sama máli um að uppáhalds jólasálmurinn þeirra væri sálmur númer 82 í sálmabókinni: Heims um ból
Elísabet Þorgeirsdóttir stjórnarkona í Kvennakirkjunni heldur mikið upp á sálm Stefáns frá Hvítadal nr. 74 í Sálmabókinni: Gleð þig særða sál. Lagið er eftir Sigvalda Kaldalóns . Þessi sálmur er einnig í miklu uppáhaldi hjá Kristínu.
Sr. Hulda Hrönn M. Helgadóttir metur mest sálminn nr.75: Ó Jesúbarn, þú kemur nú í nótt . Næstur í röðinni er Himnarnir opnast. Textinn er eftir Björgu Þórhallsdóttur og Karl Bendsen við erlent lag. Hann er ekki í sálmabókinni en hægt að sjá […]