Jólamessa í Háteigskirkju 2009

Við erum komin til Betlehem. Við berumst með straumnum á götunum sem eru yfirfullar af gestum frá öllum landinu og höfum ekki hugmynd um að í einu húsi í borginni er Guð komin sjálf til að taka þátt í lífi okkar. Hún er smábarnið yndislega sem var lagt í jötuna og ekki nokkur manneskja veit af nema María og Jósef og hirðarnir frá Betlehemsvöllum og vitringarnir frá Austurlöndum.

Hvers vegna komu hún? Hún sem átti alla veröldina og hefði getað gert við hana hvað sem henni sýndist. Hún hefði einfaldlega getað fleygt henni þegar hún sá hvað hún var orðin ómöguleg og langt frá því sem hún var sköpuð til að vera. Svo hefði hún geta skapað allt upp á nýtt. Af því að hún gat allt og átti allt og réði öllu. Veistu hvers vegna hún kom? Veistu af hverju Guð kom og varð Jesús? Já, þú veist það og hefur alltaf vitað það. Alveg síðan þér var sagt það þegar þú varst lítið barn sjálf og hirðar og vitringar í ýmsum myndum fólksins í kringum þig gáfu þér gjafir og sögðu þér þann einfalda og yndislega sannleika að þú værir yndisleg manneskja. Þau vissu að þú varst stundum óþekktarormur en þau elskuðu þig samt, elskuðu þig innilega. Það var þess vegna sem Guð kom. Af því að allt fólkið hennar sem gerði svo ýmislegtsem það átti ekki að gera var samt yndislegt. Og hún elskaði það innilega og það hvarflaði ekki að henni að gera það að engu og búa til allt upp á nýtt. Það verður seinna. Það að hún búi allt til upp á nýtt. En þá verðum við öll með í því. Og hún gerir það ekki af því að hún […]

Von, væntingar og vinátta á aðventu. Prédikun 6. desember 2009

Bæn Leiddu mig Guð – eftir þínu réttlæti, sestu niður með mér og rabbaðu við mig, gerðu beina brautina þína fyrir mér og gef mér ljós þitt svo ég sjái hvert ég á að stefna. Gefðu mér daglegt brauð og hjálpaðu mér við að fá að taka þátt í að baka það. Sendu mér áfram englana þína. Því að þú ert vinkona mín og vinur sem gengur með mér í gleði og sorg. Amen

Eins og fram kemur í fréttabréfi kvennakirkjunnar starfa ég sem aðstoðarskólastjóri í framhaldsskóla. Ég fæ því oft nemendur til mín í ýmsum erindagjörðum og oftar en ekki sem þurfa að fá hvatningu og ráð. Einn slíkur nemandi kom til mín nýlega og var frekar langt niðri, ég beitti samræðutækni og ýmsu uppbyggilegu til að veita henni sem besta þjónustu og hressa hana við, og smám saman sá ég að á henni lyftist brúnin. Ég hugsaði með mér að það sem ég hefði sagt hlyti að vera býsna snjallt. Spurði hana því, hvort að henni liði betur, en þá svaraði stúlkan og brosti einlæglega: „Ó, já, mér líður svo miklu, miklu betur AF ÞVÍ þú ert búin að brosa svo mikið framan í mig.“ …. Ég ætla nú samt sem áður ekki að láta duga að brosa bara framan í ykkur í kvöld.

Svona sendir Guð okkur engla sína til að kenna okkur. Nemandinn var þarna að kenna kennaranum. Englarnir birtast í nemendum okkar, samferðafólki okkar – fjölskyldu, samstarfsfólki, vinum, fólki sem við mætum á förnum vegi og göngum samferða á lífsleiðinni. Á lífsleiðinni sem er gangan frá fæðingu til dauða er svo mikilvægt að vera vel vakandi, eða hafa olíu á sínum lampa eins og hún Gunnbjörg Óladóttir ræddi um í síðustu messu […]

Gildin í Kvennspæjarastofu nr. 1. Préidkun 11. október 2009

Góða fólk. Takk fyrir samveruna í kvöld sem við höldum áfram með því að halda áfram að láta fara vel um okkur í þessum góðu sætum kirkjunnar. Ég ætla að segja okkur sögu. Eina langa sögu. Það er sagan af Madam Ramotswe í Kvenspæjarastofu númer eitt suður í Bostvana í Afríku og þeim gildum sem hún og hennar fólk höfðu í lífi sínu.

Madam Ramotswe er persóna í nokkrum leynilögrelgusögum eftir Alexander McCall Smith. Hann er lagaprófessor í Edinborg en fæddist í Afríku og það er ekki langt síðan sjónvarpið sýndi þátt um hann. Það er Helga Soffía Einarsdóttir sem hefur þýtt bækurnar á íslensku. Madam Ramotswe stofnaði Kvenspæjarastofu númer eitt fyrir arfinn frá pabba sínum, herra Obed Ramotswe sem fæddist árið 1930. Hann vann í demantsnámunum í Botswana en missti konu sína þegar Precious var lítil og ól hana upp með aðstoð ættingja í þorpinu Mochudi. Herra Obed Ramotswe, sem Precious kallaði pápa, féll frá þegar hún var orðin fullorðin kona. Þá hafði hann keypti nautgripi fyrir ævilaun sín og fyrir andvirði þeirra gat Madam Ramotswe keypt hús við Zebra Drive í Gaborone og líka komið á fót Kvenspæjarastofu númer eitt. Hún hafði þá verið í stuttu og vondu hjónabandi með glaumgosa og eignast barn þeirra sem dó við fæðingu. En hún trúlofaðist seinna og giftist herra J.L.B. Matekoni sem var bifvélavirki og eigandi Tlokweng spíttmótora og andstæða fyrri manns hennar í einu og öllu. Ef J.L.B. Matekoni sagði viðskiptavinum sínum að bíllinn þeirra yrði tilbúinn klukkan fimm á fimmtudegi var hann tilbúinn klukkan fimm á fimmtudegi. Og ef hann hafði nefnt verðið stóð það, þótt viðgerðin hefði verið meiri en hann hélt.

Madam Ramotswe var eini kvenspæjarinn í Botswana og það fóru brátt sögur af […]

Haustið og möguleikar þess. Prédikun 13. september 2009

Einhver hefur stráð flórsykri yfir Esjuna
Einhver hefur breytt grænu í gult og gulu í rautt
Einhver hefur losað límið af laufblöðunum sem límdi þau á sinn stað
Einhver hefur hnoðað ský og leyft þeim að lyfta sér á himninum
Einhver hefur hvíslað að fuglunum að færa sig úr stað og fara til heitari landa
Einhver hefur sagt flugunum að fara í háttinn
Einhver hefur komið Norðurljósunum í svo gott skap
að þau tjútta á himninum í laumi og vita ekki að ég sé þau alveg
Einhver hefur bakað haust úr sumri og hafið nýja tísku þar sem heitir litir eru inn
Einhver hefur gefið mér svo ótal margt að undrast yfir og þakka fyrir
Einhver er svo yndislegur að ég á erfitt með að hætta að dást að honum
Einhver hefur skapað og ég get bara þakkað

Ljóðið Haust eftir Ingunni Huld Sævarsdóttur, úr ljóðabókinni: „Úr hungr míns hjarta“, Reykjavík, 2005

Þannig lýsir ungt ljóðskáld, Ingunn Huld Sævarsdóttir, haustinu. Á skemmtilegan og myndrænan hátt dregur hún fram allar breytingarnar sem því fylgja og sköpunarkraftinn sem í þeim felast. Og hún þakkar Skaparanum. Já, það haustar enn einu sinni, – það fer ekki fram hjá okkur!
Allt frá því ég man eftir mér hefur haustið átt sérstakan stað í hjarta mínu, – verið uppáhaldsársstíðin mín, – ef hægt er að gera þar upp á milli, því svo sannarlega er ég alltaf tilbúin að taka á móti sérhverri þeirra þegar hún lætur sjá sig. Því við getum án efa öll verið sammála um hve ljúft er að finna fyrir hlýju vorsins, taka á móti tilbreytingu og hvíld sumarsins, sem aftur býr okkur undir eftirvæntinguna, sem fylgir haustinu, og sprennandi verkefni vetrar. Eftirvæntingin! Það er líklega eftirvæntingin, þessi kitlandi tilfinning, sem haustið hefur fram yfir aðrar árstíðir. Fyrir utan, oft óendanlega […]

Við þvottalaugarnar í Laugardal 19. júní 2009

Ég ætla að segja okkur tvær sögur. Það eru sögur sem ég er alltaf að segja aftur og aftur og aftur, og ég veit það. Ef þú værir að tala myndir þú líka segja þær . Af því að þær eru mestu sögur allra tíma og staða.
Fyrri sagan er um göngu Ísraelsfólksins yfir eyðimörkina fyrir rúmum þrjú þúsund árum, svona þrjú þúsund og þrjú hundruð árum. Hún er um fólkið sem Guð hafði kallað til að vera frjálst og boða öðrum þjóðum orð sitt. En nú var það orðið að þrælum í Egyptalandi. Þá hrópaði það til Guðs og hún heyrði hrópið. Hún brást strax við til að frelsa þau. Hún sendi Móse til að leiða þau gegnum Rauðahafið og gegnum eyðimörkina í fjörutíu ár og inn í landið sem hún gaf þeim. Fólkið möglað og Móse og Guð töluðu saman og loksins komst fólkið til fyrirheitna landsins. Þetta er hin mesta frelsunarsaga Gamla testamentisins. Hin sagan er framhald þessarar sögu í Nýja testamentinu. Hún er um það þegar allt fólk Guðs var orðið þrælar í sínum eigin hugsunum og þess vegna í sínu eigin lífi. Guð sá þetta allt. En hún sendi enga. Hún kom sjálf. Hún var Jesús. Og Jesús talaði og gerði kraftaverk og dó og reis upp frá dauðum í raunverulegum líkama og braut bönd dauðans og hélt áfram að vera í hjörtum þeirra sem tóku á móti honum. Hann frelsaði þau frá hugsunum sem bundu þau. Aftur og aftur á hverjum nýjum degi. Ég held að munurinn á fyrri sögunni og seinni sé sá að í fyrri sögunni talaði Guð við foringja sem talaði við fólkið. En í seinni sögunni talaði hún beint við hverja einustu manneskju. Jesús lagði hún […]

Trúarreynslan mín. Prédikun 12. maí 2009

Orðið er innra með okkur alla ævi þegar búið er að sá því inn í barnssálina. Mín fyrsta minning um guð er þegar ég var lítil. Það var þegar mamma settist á rúmstokkinn hjá mér og lét mig spenna greipar og fór með faðirvorið. Þá komu orðin sem ég hafði eftir henni og hafa verið með mér alla tíð síðan. Þarna var búið að sá trúarsæði með bænastund í barnssálina sem gaf mér þá vissu að guð er til.
Strax á barnsaldri fer ég í KFUK og stundaði þar mínar guðþjónustur. Mér fannst mest gaman að söngnum og að fara í handavinnutímana. Þarna eignaðist ég mína barnatrú og ef ég hefði ekki vaxið í trúnni þá hefði ég bara haft mína barnatrú eins og fólk segir svo oft þegar það er spurt hvort það sé trúað. En það var öðru nær. Enn í dag er ég að bæta við mína barnatrú sem gaf mér þá vissu að vera barn guðs. Sem sagt það var búið að sá fræinu. Ég hef alltaf átt gott með að hafa góð samskipti við fólk og sérstaklega við börn sem eru guðs gjöf. Þar finnum við strax hvað guð er nálæg okkur í þeim.

Með þetta veganesti fer konan sem hér stendur út í lífið. Ég fór með syni mína í barnaguðþjónustur og svo með barnabörn mín í guðþjónustur þegar þau voru hjá mér og lét þau fara með sínar bænir þegar þau gistu hjá mér. Síðan fer ég að starfa með Kvenfélagi Langholtssóknar um 30 ára tímabil og sótti allar messur þar. Við kvenfélagskonur lögðum fram mjög mikla vinnu við uppbyggingu kirkjunnar og safnaðarstarf hennar með fjölbreyttum fjáröflunaraðferðum. Þarna var mikill kraftur í konum sem þá var með stærstu kvenfélögum hér […]

Brauð og rósir. Prédikun 18. apríl 2009

Nú höfum við séð og heyrt þennan sterka og litríka boðskap um konurnar sem urðu þess valdandi að ljóðið okkar góða Brauð og rósir var samið. Ég þakka Siggu vinkonu okkar og Öllu sem fann lagið og allri Kvennakirkjunni enn og aftur fyrir að færa mér þetta ljóð sem við eigum allar og syngjum svo oft.
Eigum við að reyna að setja okkur inn í það sem þær horfuðust í augu við? Ég skrifaði um það í bókinni Gleði Guðs hvernig því hefur verið lýst. Þær unnu langa vinnudaga og komu heim til að vinna sín eigin húsverk og annast börnin sín. Þær fengu lág laun og tóku áhættuna af að fara í verkfall og verkfallið stóð lengi. Iðnbyltingin varð þeim bæði til góðs og ills. Hún varð þeim til góðs af því að þær fengu vinnu sem var launuð og sumar gátu gert ýmsa góða hluti sem þær höfðu ekki geta áður. Hún varð þeim til ills af því að vinnan í verksmiðjunum var þrúgandi og heilsuspillandi og kom niður á börnunum þeirra. Sumar tóku börnin með sér í byrjun áður en það var bannað og þau og þær og aðrar konur minnast þess hver þau grétu í rykinu. Börnin minnast þess að þau voru vakin klukkan hálf sex alla virka daga og skilin eftir hjá ömmu þeirra eða eldri systur eða öðrum konum. Mamma þeirra kom heim um hádegið og gaf þeim að borða og fór svo aftur. Konur fundu leiðir til að bjarga sér og börnunum. Það voru sömu leiðirnar og við finnum núna. Við hjálpumst að, sumar gæta barna fyrir hinar, sumar elda svo að aðrar geta keypt mat til að hafa með heim, sumar þvo og strauja fyrir hinar. Þær hafa […]

Messa tileinkuð fermingarbörnum Kvennakirkjunnar 15. mars 2009

Gott kvöld. Ég heiti Auður og ætla aðeins að tala um það hvaða merkingu ferming mín hafði, hvernig trú mín hefur breyst og hvernig hún nýtist mér í dag. Þegar ég fermdist fannst mér trúin mjög mikilvæg og ég fermdist af mikillri einlægni. Ég hef alltaf verið mjög þrjósk og föst í að vilja ekki trúa hlutum nema að ég skilji þá fullkomnlega. Ég bjó þá úti í Montréal og var í fjarnámi í fermingarfræðslunni hjá ömmu. Hún sendi mér tölvupósta um biblíusögurnar og talaði mikið um sjálfstraust. Mér fannst það hafa ósköp lítið með trúna að gera þá en ég fór samviskusamlega eftir því sem hún sagði og bað hana um fleiri verkefni.

Ég fékk svolitla uppljómun fyrir fermingu og fattaði loksins í alvöru af hverju jesús dó á krossinum. Ég vissi að hann dó til að fyrirgefa syndir okkar en skildi ekki raunverulega hvað það þýddi. Svo einn daginn fann ég raunverulegar tilfinningar jesús og fattaði í eitt skipti fyrir öll raunverulega hvers vegna þetta kom allt saman til. Ég gæti örugglega ekki útskýrt það en ég fann tilfinninguna innra með mér og skil hana enn innst inni. Þessi upplifun styrkti trú mína því mér fannst ótrúlegt að einhver gæti skáldað svona sanna tilfinningu.

Eftir fermingu fór ég að fara reglulega í æðislega presbytera kirkju sem hafði vit fyrir því að hafa sunnudagaskóla fyrir unglinga. Í þessum tímum gátum við unglingarnir spjallað saman um trúna og lesið saman í biblíunni. Þessir tímar hvöttu mig svo áfram trúarlega að ég var fljótlega komin í reglulegt e-mail samband við prestinn þar sem við ræddum kenningar mínar og hann gaf mér ítarleg svör við allar spurningar mínar. Eftir níunda bekk, flutti ég til Íslands og með tímanum breyttist […]

Við komum Guð til þín og hlustum á þig svara. Prédikun 18. febrúar 2009

Við höfum ofið þessa messu inn í uppistöðu stefsins okkar: Við komum, Guð, til þín. Við höfum komið til hennar núna í messunni með áhyggjur, sorg og gleðina djúpu – og hlustað á hana svara. Við höfum heyrt svörin. Þau eru: Vertu hjá mér. Ég er alltaf hjá þér. Treystu því. Treystu mér. Treystu þér. Það er svo margt sem þú getur notið í lífinu. Gerðu það. Og notaðu kjark þinn og kraft til að gera það sem þú getur til að lifa lífinu í gleði og mætti. Og það er þá sem þú getur haft áhrif á fólkið í kringum þig.
Við höfum öll í landi okkar talað og talað og talað um kreppuna á undanförnum mánuðum og ekkert er skiljanlegra og eðlilegra, af því að kreppan hefur umturnað lífi okkar allra. Hún hefur gert sumt fólk févana ogsumt fólk atvinnulaust og sum okkar þurfa að gera hlé á námi sínu og gera eitthvað annað í bili en önnur fara til náms sem þau ætluðu sér ekki en gefur þeim nýja möguleika. Kreppan snertir okkur á mismunandi máta en hún hefur gert okkur öll að stórum spurningamerkjum. Við höfum heitið hver annarri hérna í Kvennakirkjunni að hjálpast að við að taka málið skynsamlegum tökum. Til að láta ekki hrekjast fyrir umræðu sem er löngu orðin eins og sífelldur þakleki í eyrum okkar. Til að finna hvar við stöndum og standa fastar í trú okkar, lifandi og sterkri Það er ekki á okkar færi að leysa efnahagsmálin en það er á okkar færi að styrkja sjálfar okkur og þau sem eru í kringum okkur. Ég held að við ættum að hugsa verulega rækilega um það. Við getum ekki ráðið bót á allri kreppunni en við getum […]

Treystum Guði – hún treystir þér. Prédikun 18. janúar 2009

Fyrir nokkrum dögum sátum við í kringum furuborðið okkar í Kvennakirkjunni til að undirbúa þessa messu. Auðvitað töluðum við líka um kreppuna sem við þurfum að lifa í núna og þá kom mér í hug, hvað gerði mamma þegar seinni heimstyrjöldinni lauk. Það var oft erfitt í stríðinu, en árin á eftir voru verri.

Mamma fæddist 1898 svo hún upplifði tvær heimstyrjaldir og tvær kreppur með öllu tilheyrandi. Ég var tæplega 9 ára þegar seinni heimstyrjöldinni lauk og pabbi var einhvers staðar í stríðsfangabúðum, við vissum fleiri mánuði ekki hvar hann var og mamma fékk ekki lengur launin hans. Siemens verksmiðjan færði í stríðinu ýmsa starfsemi frá Berlín meðal annars líka í okkar borg og það vantaði húsnæði. Mamma bauð ungum manni að búa hjá okkur og vera kostgangari. Við fengum hans skömmtunarseðla, sem hjálpaði honum og okkur. Aðalmáltíðir voru helst úr kartöflum í allskonar formi. Seinna kom líka kona hans frá Berlín og við vorum vinir síðan.

Mamma leitaði alltaf leiða til að lifa af. Við gengum oft í nærliggjandi þorpin og hún saumaði föt fyrir bændakonurnar og dætur og við fengum egg, smjör og hveiti í staðinn. Eins tíðkuðust vöruskipti og þar fóru margar kristalskálar úr stofuskápnum í skiptum fyrir nauðsynlegar vörur. Grænmeti og nokkrar tegundir ávaxta ræktuðum við í garðinum. Ávaxtatrjám var í þá daga plantað meðfram sveitavegum og fólkið sótti sér afurðir þangað. Ég man líka að ég var dugleg að standa í biðröðum, þegar fréttist að eitthvað var að fá í búðunum. Mamma saumaði, prjónaði og heklaði endalaust og mitt hlutverk var að spretta í sundur gömlum fötum og rekja upp prjónavörur til að endurvinna . Hún lagði alltaf áherslu á að við værum hrein og vel klædd.

Flóttafólkið að austan frá Slesíu, […]