Upplýsingar

Við heyrðum jólaguðspjallið og hugleiðum það í kvöld, í öllum sálmunum og allri samveru okkar. Við sjáum fyrir okkur fjárhúsið í Betlehem þar sem Jesús liggur í jötunni í öruggu skjóli Maríu og Jósefs og þau eru öll umlukin friði Guðs. Við hugsum með okkur að þau séu óendanlega fegin því að hafa komist í húsaskjól áður en hann fæddist. En við vitum ekki hvað þau hugsuðu og hvernig þeim varð við þegar fjárhirðarnir komu allt í einu inn um dyrnar og sögðu frá því að englarnir hafi sungið fyrir þau úti á völlunum og sagt þeim að frelsarann væri nýfæddur og þau mættu fara að sjá hann.
Og svo komu vitringarnir líka. En það stendur að María hafi hlustað með athygli á það sem þau sögðu og geymt það í hjarta sínu. Svo það leið ekki á löngu þar til eftirvæntingin fór að búa í friðinum. Og það leið heldur ekki á löngu þangað til skelfingin gerðist. Heródes kóngur óttaðist þetta þetta nýfædda barn sem hann þekkti þó ekki frá öðrum börnum en lét drepa alla þá nýfæddu drengi sem sendiboðar hans náðu til. Þegar miklir og góðir atburðir gerast gerast líka skelfilegar atburðir, skrifaði enn af hinum góðu dönsku prestum sem ég les stundum hvernig útskýra Biblíuna. En Jesús var þá kominn til Egyptalands og kom ekki aftur fyrr en Heródes var dáinn. Og eftir það óx hann upp í visku og ást. Við getum hugsað okkur að við séum þátttakendur í þessu öllu, einfaldega af því að við erum það. Hver einasta manneskja allrar veraldarinnar á hlut í jólanóttinni og hver einasta manneskja á frelsarann sem fæddist. Við ætlum að tala um það í kvöld. Eins og við gerum í hverri messu. Hugsum okkur að við séum að ganga Laugaveginn á aðventunni þegar allar búðirnar eru opnar og mikil stemning ríkjandi. Ef við viljum heldur hugsa okkur að við séum að ganga gegnum Hljómskálagarðinn eða sitjum heima hjá okkur, þá skulum við heldur hugsa okkur það. Þú setur upp þína eigin mynd og ert þar sjálf. Hvar sem við erum þá finnum við allt í einu djúpa gleði. Það var ekki bara svoleiðist hjá fjárhirðunum, þau sáu í rauninni englana og heyrðu sönginn. Við getum líka hugsað okkur að englarnir séu hjá okkur, á Laugaveginum eða Hljómskálagarðinum eða heima. Og englarnir segja okkur að Frelsari okkar sé fæddur og við megum koma til hans. Við getum hugsað okkur að við förum í húsið sem englarnir segja okkur frá, veldu það bara sjálf. Ég er að hugsa um að velja gamla húsnæðið okkar í Þingholtsstræti 17 og þú gerir það líka ef þú vilt. Og þar, eða hvar sem þú hugsar þér, er Jesús. Og allt líf okkar breytist. Af því að hann horfir á okkur. Og þá sjáum við sjálfar okkur í nýju og undursamlegu ljósi. Við finnum að við erum yndislegar manneskjur. Við megum setja okkur upp myndir af þessum stórkostlega atburði jólanæturinnar í Betlehem. Og tengja þær inn í okkar eigið líf. Til að gera hvort tveggja lifandi, jólin og okkar eigin raunveruleika. Við erum hluti af raunveruleika sem nær um allar aldir. Það er sá raunveruleiki sem Heródes fann í hjarta sínu og gerði hann að manni mikilla skelfinga. Hann var í aðra röndina flottur karl og skörungur. Hann sýndi trú Gyðinganna mikinn áhuga og tilheyrði henni sjálfur þótt hann væri ekki Gyðingur. Hann lét endurreisa musterið í Jerúsalem og byggja fleiri gullfallegar byggingar. En óttinn við að nýr konungur myndi steypa honum af stóli gerði hann að glæpamanni. Við getum hugsað okkur að Heródes sé fulltrúi óttans um eigin hag sem eyðileggur heiminn. Og að vitra fólkið frá Austurlöndum sé fulltrúar þeirra sem leggja sig fram um það að halda aftur af vonskunni og koma skynsamlegum og góðum hugmyndum að. Og að hjarðfókið á Betlehemsvöllum sé fulltrúar venjulegs fólksins sem vann störf sín í næði og mætti hættunum sem fylgdu því, því óargadýrin sátu um hjarðirnar. Við erum með þeim. Eða það held ég. Venjulegar manneskjur sem vinnum störfin okkar í blíðu og stríðu. Ég held það. Hvað heldur þú? ***************************************************** Hver finnst þér vera raunveruleiki þinn? Hvernig líður þér í kvöld? Hvaða stað ertu núna á í lífi þínu? Við tölum um það aftur og aftur að lífið breytist alltaf, frá góðu í erfiðleika og frá erfiðleikum í sigra og góða tíma. Aftur og aftur segjum við hver annarri að við skulum biðja hver fyrir annarri og deila sorgum okkar og gleði, sumar segja hinum frá sjálfum sér, sumar segja sjálfum sér og Guði það sem þær þurfa að tala um og fela frásöguna í trúnni sem við eigum saman. Hvort tveggja er svo gott. Ég held að raunveruleikinn sé alveg sá sami og hann var þegar Jesús fæddist af því að allar hugsanirnar sem þjáðu og glöddu þá fólkið sem gekk um Betlehem og Jerúsalem á jólanóttina þjá og gleðja okkur líka. Við búum stundum við angist Heródesar, óttann við að annað fólk taki frá okkur það sem við eigum. Eða fái það sem við viljum fá og eigum alveg jafn mikinn rétt á og þau. Það er bara svoleiðis og hefur alltaf verið og verður alltaf. Ég held það. Við skulum ekki gleyma því þegar þessi angist skall á okkur. Þótt það sé langt síðan. Við skulum ekki loka augunum fyrir raunveruleikanum og halda að við getum staðið fyrir utan hann. Af því að við getum það ekki. Ógnanirnar sem særa okkur birtast stundum í hversdagslegum atburðum. Og ég skal segja þér tvær sögur. Í dag þegar við Alla stóðum saman við ljósritunarvélina okkar í Kvennagarði og ljósrituðum messuskrána fyrir kvöldið töluðum við af gefnum tilefnum um það þegar við mætum fólki sem breiðir svo úr sér að það verður ekki pláss fyrir annað fólk í návist þess. Og ég sagði henni af Marilyn Ditrich sem var sagt um, eins og ýmsar aðrar frægar manneskjur, að þegar hún kom inn um dyrnar fyllti hún allt herbergið. Mér finnst það ekki huggulegt. Allt hitt fólkið átti alveg jafn mikinn rétt og hún á að fá að njóta sín. Og seinni sagan er um það þegar ég vann í útvarpinu og var sautján ára og þá var stofnaður kór starfsfólksins sem átti að syngja bara einu sinni og æfa bara einu sinni. Guðmundur Jónsson hinn mikli óperusöngvari var í forystu tónlistadeilarinnar og söng í kórnum. Eftir æfinguna sagði stjórnandinn, Sigurður Þórðarson skrifstofustjóri og tónskáld að hann syngi bara með hinum og skæri sig ekki úr. Það var auvitað af því að Guðmundur söng af hófsemd til að styðja hitt fólkið. Og svona eru allir miklir söngvarar, sagði Sigurður Þórðarson og var glaður og við vorum öll svo glöð. Ég held, nei, ég veit, að það eru jólin sem geta látið okkur líkjast Guðmundi. Hann vissi svo vel um hæfileika sína að hann þurfti ekki að berja annað fólk með þeim. Hann þurfti ekki að láta alla horfa á sig og hlusta á sig og gat fallið í hópinn af því að hinum þótt vænt um hitt starfsfólkið. Ég held að það sé svona sem við sem tilheyrum hjarðfólkinu, eins og við gerum, getum tekið á móti því sem vitra fólkið frá Austurlöndum átti og fólk á okkar dögum á líka. Þegar við tökum á móti möguleikunum sem bjóðast okkur til að njóta okkar og treysta okkur og finna að við erum yndislegar manneskjur eins og við erum, þá höfum við góð áhrif á okkur sjálf og annað fólk. Og þessi góðu áhrif breyta einhverju til betra. Og þau breyta okkur sjálfum svo að við verðum í rauninni bæði hluti af hjarðfólkinu og vitra fólkinu. Og það er með því sem við lærum að mæta ógnununum um að fólk vilji skyggja á okkur og taka frá okkur og fá það sem við ætlum líka að fá. Af því að þessar ógnanir verða alltaf til. Og við munum stundum verða þeim að bráð. Og það er voða voða sárt. En á jólunum var okkur gefin gjöfin sem hjálpar okkur til að komast í gegnum sársaukann og læknast og halda áfram. Jesús er frelsari okkar. Hún sem skapaði kom og frelsaði. Hún var Jesús og Jesús fæddist til að frelsa okkur. Nú skulum við halda áfram að biðja hver fyrir annarri, fyrir því sem þjáir okkur og fyrir því sem gleður okkur. Og við skulum halda áfram að biðja fyrir sameiginlegri kvennaguðfræði okkar. Af því að í henni eigum við hvatninguna til að njóta vináttunnar við Guð svo að við njótum frelsis okkar. Öll veröldin breyttist þegar Jesús kom. Hann kenndi fólki sínu að treysta sér, svo að það gæti treyst sjálfu sér og öðrum og öllu lífinu. Hann sagði ekki bara hvernig væri best að mæta lífinu og lifa því í gleði. Hann gaf líka kraftinn til þess.

Við heyrðum jólaguðspjallið og hugleiðum það í kvöld, í öllum sálmunum og allri samveru okkar. Við sjáum fyrir okkur fjárhúsið í Betlehem þar sem Jesús liggur í jötunni í öruggu skjóli Maríu og Jósefs og þau eru öll umlukin friði Guðs. Við hugsum með okkur að þau séu óendanlega fegin því að hafa komist í húsaskjól áður en hann fæddist. En við vitum ekki hvað þau hugsuðu og hvernig þeim varð við þegar fjárhirðarnir komu allt í einu inn um dyrnar og sögðu frá því að englarnir hafi sungið fyrir þau úti á völlunum og sagt þeim að frelsarann væri nýfæddur og þau mættu fara að sjá hann.
Og svo komu vitringarnir líka. En það stendur að María hafi hlustað með athygli á það sem þau sögðu og geymt það í hjarta sínu. Svo það leið ekki á löngu þar til eftirvæntingin fór að búa í friðinum. Og það leið heldur ekki á löngu þangað til skelfingin gerðist. Heródes kóngur óttaðist þetta þetta nýfædda barn sem hann þekkti þó ekki frá öðrum börnum en lét drepa alla þá nýfæddu drengi sem sendiboðar hans náðu til. Þegar miklir og góðir atburðir gerast gerast líka skelfilegar atburðir, skrifaði enn af hinum góðu dönsku prestum sem ég les stundum hvernig útskýra Biblíuna. En Jesús var þá kominn til Egyptalands og kom ekki aftur fyrr en Heródes var dáinn. Og eftir það óx hann upp í visku og ást. Við getum hugsað okkur að við séum þátttakendur í þessu öllu, einfaldega af því að við erum það. Hver einasta manneskja allrar veraldarinnar á hlut í jólanóttinni og hver einasta manneskja á frelsarann sem fæddist. Við ætlum að tala um það í kvöld. Eins og við gerum í hverri messu. Hugsum okkur að við séum að ganga Laugaveginn á aðventunni þegar allar búðirnar eru opnar og mikil stemning ríkjandi. Ef við viljum heldur hugsa okkur að við séum að ganga gegnum Hljómskálagarðinn eða sitjum heima hjá okkur, þá skulum við heldur hugsa okkur það. Þú setur upp þína eigin mynd og ert þar sjálf. Hvar sem við erum þá finnum við allt í einu djúpa gleði. Það var ekki bara svoleiðist hjá fjárhirðunum, þau sáu í rauninni englana og heyrðu sönginn. Við getum líka hugsað okkur að englarnir séu hjá okkur, á Laugaveginum eða Hljómskálagarðinum eða heima. Og englarnir segja okkur að Frelsari okkar sé fæddur og við megum koma til hans. Við getum hugsað okkur að við förum í húsið sem englarnir segja okkur frá, veldu það bara sjálf. Ég er að hugsa um að velja gamla húsnæðið okkar í Þingholtsstræti 17 og þú gerir það líka ef þú vilt. Og þar, eða hvar sem þú hugsar þér, er Jesús. Og allt líf okkar breytist. Af því að hann horfir á okkur. Og þá sjáum við sjálfar okkur í nýju og undursamlegu ljósi. Við finnum að við erum yndislegar manneskjur. Við megum setja okkur upp myndir af þessum stórkostlega atburði jólanæturinnar í Betlehem. Og tengja þær inn í okkar eigið líf. Til að gera hvort tveggja lifandi, jólin og okkar eigin raunveruleika. Við erum hluti af raunveruleika sem nær um allar aldir. Það er sá raunveruleiki sem Heródes fann í hjarta sínu og gerði hann að manni mikilla skelfinga. Hann var í aðra röndina flottur karl og skörungur. Hann sýndi trú Gyðinganna mikinn áhuga og tilheyrði henni sjálfur þótt hann væri ekki Gyðingur. Hann lét endurreisa musterið í Jerúsalem og byggja fleiri gullfallegar byggingar. En óttinn við að nýr konungur myndi steypa honum af stóli gerði hann að glæpamanni. Við getum hugsað okkur að Heródes sé fulltrúi óttans um eigin hag sem eyðileggur heiminn. Og að vitra fólkið frá Austurlöndum sé fulltrúar þeirra sem leggja sig fram um það að halda aftur af vonskunni og koma skynsamlegum og góðum hugmyndum að. Og að hjarðfókið á Betlehemsvöllum sé fulltrúar venjulegs fólksins sem vann störf sín í næði og mætti hættunum sem fylgdu því, því óargadýrin sátu um hjarðirnar. Við erum með þeim. Eða það held ég. Venjulegar manneskjur sem vinnum störfin okkar í blíðu og stríðu. Ég held það. Hvað heldur þú? ***************************************************** Hver finnst þér vera raunveruleiki þinn? Hvernig líður þér í kvöld? Hvaða stað ertu núna á í lífi þínu? Við tölum um það aftur og aftur að lífið breytist alltaf, frá góðu í erfiðleika og frá erfiðleikum í sigra og góða tíma. Aftur og aftur segjum við hver annarri að við skulum biðja hver fyrir annarri og deila sorgum okkar og gleði, sumar segja hinum frá sjálfum sér, sumar segja sjálfum sér og Guði það sem þær þurfa að tala um og fela frásöguna í trúnni sem við eigum saman. Hvort tveggja er svo gott. Ég held að raunveruleikinn sé alveg sá sami og hann var þegar Jesús fæddist af því að allar hugsanirnar sem þjáðu og glöddu þá fólkið sem gekk um Betlehem og Jerúsalem á jólanóttina þjá og gleðja okkur líka. Við búum stundum við angist Heródesar, óttann við að annað fólk taki frá okkur það sem við eigum. Eða fái það sem við viljum fá og eigum alveg jafn mikinn rétt á og þau. Það er bara svoleiðis og hefur alltaf verið og verður alltaf. Ég held það. Við skulum ekki gleyma því þegar þessi angist skall á okkur. Þótt það sé langt síðan. Við skulum ekki loka augunum fyrir raunveruleikanum og halda að við getum staðið fyrir utan hann. Af því að við getum það ekki. Ógnanirnar sem særa okkur birtast stundum í hversdagslegum atburðum. Og ég skal segja þér tvær sögur. Í dag þegar við Alla stóðum saman við ljósritunarvélina okkar í Kvennagarði og ljósrituðum messuskrána fyrir kvöldið töluðum við af gefnum tilefnum um það þegar við mætum fólki sem breiðir svo úr sér að það verður ekki pláss fyrir annað fólk í návist þess. Og ég sagði henni af Marilyn Ditrich sem var sagt um, eins og ýmsar aðrar frægar manneskjur, að þegar hún kom inn um dyrnar fyllti hún allt herbergið. Mér finnst það ekki huggulegt. Allt hitt fólkið átti alveg jafn mikinn rétt og hún á að fá að njóta sín. Og seinni sagan er um það þegar ég vann í útvarpinu og var sautján ára og þá var stofnaður kór starfsfólksins sem átti að syngja bara einu sinni og æfa bara einu sinni. Guðmundur Jónsson hinn mikli óperusöngvari var í forystu tónlistadeilarinnar og söng í kórnum. Eftir æfinguna sagði stjórnandinn, Sigurður Þórðarson skrifstofustjóri og tónskáld að hann syngi bara með hinum og skæri sig ekki úr. Það var auvitað af því að Guðmundur söng af hófsemd til að styðja hitt fólkið. Og svona eru allir miklir söngvarar, sagði Sigurður Þórðarson og var glaður og við vorum öll svo glöð. Ég held, nei, ég veit, að það eru jólin sem geta látið okkur líkjast Guðmundi. Hann vissi svo vel um hæfileika sína að hann þurfti ekki að berja annað fólk með þeim. Hann þurfti ekki að láta alla horfa á sig og hlusta á sig og gat fallið í hópinn af því að hinum þótt vænt um hitt starfsfólkið. Ég held að það sé svona sem við sem tilheyrum hjarðfólkinu, eins og við gerum, getum tekið á móti því sem vitra fólkið frá Austurlöndum átti og fólk á okkar dögum á líka. Þegar við tökum á móti möguleikunum sem bjóðast okkur til að njóta okkar og treysta okkur og finna að við erum yndislegar manneskjur eins og við erum, þá höfum við góð áhrif á okkur sjálf og annað fólk. Og þessi góðu áhrif breyta einhverju til betra. Og þau breyta okkur sjálfum svo að við verðum í rauninni bæði hluti af hjarðfólkinu og vitra fólkinu. Og það er með því sem við lærum að mæta ógnununum um að fólk vilji skyggja á okkur og taka frá okkur og fá það sem við ætlum líka að fá. Af því að þessar ógnanir verða alltaf til. Og við munum stundum verða þeim að bráð. Og það er voða voða sárt. En á jólunum var okkur gefin gjöfin sem hjálpar okkur til að komast í gegnum sársaukann og læknast og halda áfram. Jesús er frelsari okkar. Hún sem skapaði kom og frelsaði. Hún var Jesús og Jesús fæddist til að frelsa okkur. Nú skulum við halda áfram að biðja hver fyrir annarri, fyrir því sem þjáir okkur og fyrir því sem gleður okkur. Og við skulum halda áfram að biðja fyrir sameiginlegri kvennaguðfræði okkar. Af því að í henni eigum við hvatninguna til að njóta vináttunnar við Guð svo að við njótum frelsis okkar. Öll veröldin breyttist þegar Jesús kom. Hann kenndi fólki sínu að treysta sér, svo að það gæti treyst sjálfu sér og öðrum og öllu lífinu. Hann sagði ekki bara hvernig væri best að mæta lífinu og lifa því í gleði. Hann gaf líka kraftinn til þess.