Fyrirlestur í boði Guðfræðistofnunar

Þriðjudaginn 12. nóvember heldur dr. Mary Hunt opinberan fyrirlestur í boði Guðfræðistofnunar í stofu 220 í Aðalbyggingu HÍ. Fyrirlesturinn hefst kl. 11:40 og er öllum opinn. Yfirskrift fyrirlestursins er:

Bandarískur femínisti talar um rómversk kaþólsku kirkjuna á eftirlendutímum

Rómversk kaþólska kirkjan gengur í gegnum miklar en jafnframt hægfara breytingar um þessar mundir, bæði hvað varðar kenningar og skipulag. Óljóst er hver staða kvenna kemur til með að verða og hið sama má segja um stöðu allra leikmanna innan kirkjunnar. Fram að þessu hefur rómversk kaþólska kirkjan verið sannkölluð prestakirkja en nú gerir óvígt fólk kröfu um að fá að taka þátt í ákvarðanatöku, útdeilingu sakramentanna og þjónustu kirkjunnar. Ómögulegt er að segja fyrir um það hvað þessar breytingar kunna að hafa í för með sér en í fyrirlestrinum leggur dr. Hunt áherslu á að útskýra ástandið eins og það er í dag.

Dr. Mary Hunt er kaþólskur guðfræðingur og femínisti sem setti á laggir guðfræði- og kvennastofnunina WATER (Women´s Alliance for Theology, Ethics and Ritual) í Washington D.C. árið 1983 og hefur veitt henni forstöðu í þrjátíu ár. Dr. Hunt er virk í kaþólsku kvennakirkjuhreyfingunni  í Bandaríkjunum og hefur einnig starfað með mannréttindahreyfingu kaþólskra kvenna í Argentínu.

Dr. Hunt hefur skrifað og ritstýrt fjölda bóka og er ötull greinahöfundur. Meðal bóka hennar er Fierce Tenderness: A Feminist Theology of Friendship og   Good Sex: Feminist Perspectives from the World’s Religions sem hún ritstýrði ásamt Patricia Beattie Jung og Radhika Balakrishnan.

Sjá nánar hér

By |11 nóvember 2013 18:26|Fréttir|

Námskeið Kvennakirkjunnar heldur áfram

Námskeið Kvennakirkunnar um kvennabaráttukonur sem höfðu kristna trú til styrktar í baráttu sinni svo sem er skrifað um  í bókinni Kvennabarátta og kristin trú sem kom út 2007.

Námskeiðið er í Þingholtsstræti 17, í fimm mánudagskvöld frá 4. nóvember til 2. desember, frá klukkan hálf átta til níu.

Mánudagskvöldið 11. nóvember:
Arnfríður Guðmundsdóttir talar um Lúter og konurnar. Áhrif siðbótar Marteins Lúters á líf kvenna

Mánudagskvöldið 18. nóvember:
Dagný Kristjánsdóttir talar um skáldsögur Kristínar Sigfúsdóttur, „Gestur var ég …“

Mánudagskvöldið 25. nóvember:
Nína Leósdóttir talar um „þá heilögu hjónabandsstétt“ í fimm íslenskum húspostillum frá 1718 til 1901

Mánudagskvöldið 2. desember:
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir talar um frumkvöðulinn Ólafíu Jóhannsdóttur, konu kvennanna.

Þetta verður dásamlegt.  Verum innilega velkomnar.  Við þurfum ekki að skrá okkur.  Komum bara og njótum frábærra kvölda.

By |11 nóvember 2013 15:47|Fréttir|

Guðþjónusta í Grensáskirkju

Kvennakirkjan býður til guðþjónustu í Grensáskirkju sunnudaginn 10. nóvember kl. 20. Séra Arndís G. Bernhardsdóttir Linn prédikar.
Aðalheiður Þorsteinsdóttir leiðir tónlist ásamt kórfélögum Kvennakirkjunnar. Anna Sigríður Helgadóttir syngur einsöng.
Boðið verður til messukaffis að guðþjónustunni lokinni. Þær sem sjá sér fært að koma með meðlæti á kaffiborðið fá alúðarþakkir.

By |7 nóvember 2013 14:32|Fréttir|

Tilhneigingar í nýju bænamáli – Fyrirlestur í boði Guðfræðistofnunar

Föstudaginn 8. nóvember n.k. flytur dr. Merete Thomassen opinberan fyrirlestur í boði Guðfræðistofnunar í stofu A69 í Aðalbyggingu HÍ. Fyrirlesturinn hefst kl. 11:40 og fer fram á norsku. Yfirskrift fyrirlestursins er: Tilhneigingar í nýju bænamáli:
Frá frelsi til vellíðunar. Breytingar á guðsmynd og mannskilningi undir áhrifum frá nýaldarhyggju og markaðskapítalisma
Í fyrirlestrinum fjallar dr. Thomassen um bænir sem notaðar hafa verið í nýjum guðsþjónustuformum innan norsku kirkjunnar. Hún skoðar bænirnar út frá nútímafræðilegu og textafræðilegu sjónarhorni.
Dr. Merete Thomassen er kennari í liturgíu við stofnun í kennimannlegri guðfræði við Háskólann í Ósló. Hún er höfundur bókarinnar Når dere ber. Om liturgisk språk og utforming av bønner til gudstjenesten sem kom út fyrr í haust. Sjá hér

By |7 nóvember 2013 13:57|Fréttir|

Ritröð Kvennakirkjunnar

Stofur okkar  í Þingholtsstræti eru þaulvanar útgáfustofur. Þar gaf Þorsteinn Gíslason ritstjóri út blöð og bækur.   Svo við vitum eitthvað um hann þá bjó hann í húsinu og sálmurinn um liljuna er  frá honum og líka kvæðið Ljósið loftið fyllir.    Nú njótum við þess  hæfileikaríka og þrautþjálfaða andrúmslofts sem andar  frá öllum veggjum.   Við gáfum hér út bók okkar Bakarí Guðs  á síðast liðnu ári. Nú höfum við gefið út Fyrsta hefti  í Ritröð Kvennakirkjunnar. Heftið heitir Vertu leiðtogi í þínu eigin lífi og er um ráðleggingar Fjallræðunnar til daglegs brúks.  Það er nú námskeiðsefni á fyrsta námskeiði haustsins þar sem 12 konur lesa það saman.   Næsta hefti verður  um guðþjónustur okkar. Aðallheiður Þorsteinsdóttir söngstjóri okkar er prentsmiðjustjóri.

By |31 október 2013 22:28|Fréttir|

Vitleysan sem okkur dettur í hug

Sigríður sagðist áreiðanlega hafa verið með athyglisbrest í sinni löngu liðnu æsku, en hún er að verða áttræð.  Hallgerður sagðist þá hafa alltaf verið ógurlega leiðinleg.  Við sem höfum þekkt þær í sjötíu ár munum mætavel að þær voru báðar bráðskarpar og skemmtilegar.  Það er ekki ein heldur öll vitleysan sem okkur getur dottið í hug.  En hvað segir þú, mín kæra, sem lest þetta, hvort sem þú átt marga eða fáa áratugina að baki?  Þú varst áreiðanlega yndisleg – og heyrðir það ábyggilega staðfest oft og mörgum sinnum.  En ef furðulegar hugsanir sitja um okkur skulum við syngja úr ljóðum Jesaja:  Vaknaðu og vertu sterk og spariklædd.   Hristu af þér rykið og rístu upp.  Jes. 52. 1-2  Við erum yndislegar, njótum þess.

Auður Eir Vilhjálmsdóttir

By |31 október 2013 22:02|Dagleg trú|

Ólafíuhátíð – Frá myrkri til ljóss 22. október á Grand Hótel

Morgunverðarfundur til minningar um Ólafíu Jóhannsdóttur verður haldinn á Grand Hótel 22. október kl. 8:15 – 10:30 en Ólafía var fædd þennan dag árið 1863 og því eru 15o ár frá fæðingardegi hennar. Fundarstjóri er Edda Ólafsdóttir. Verð er kl. 2300 fyrir morgunverðinn og fer skráning fram á netfanginu felagsradgjof(hja)felagsradgjof.is. Dagskráin verður sem hér segir:

Kl. 8:10 Skráning og morgunverður

Kl. 8:30 Setning, Edda Ólafsdóttir, félagsráðgjafi mannréttindastofu Reykjavíkurborgar

Kl. 8:35 Listin að umgangast götustúlkur. Hugsjónakonan Ólafía Jóhannsdóttir. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands.

Kl. 9:00 Mannkærleikur, fagið og fræðin. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands.

Kl. 9:25 Arfur Ólafíu. Vinna félagsráðgjafa með heimilislausum í dag. Elísabet Þorgeirsdóttir félagsráðgjafi í Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða og Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir félagsráðgjafi á Dagsetri Hjálpræðishersins.

Kl. 9:50 Umræður

Kl. 10:30 Fundarlok.

By |17 október 2013 18:27|Fréttir|

Yndisleg uppörvun – Námskeið Kvennakirkjunnar

Námskeið Kvennakirkunnar um kvennabaráttukonur sem höfðu kristna trú til styrktar í baráttu sinni svo sem er skrifað um  í bókinni Kvennabarátta og kristin trú sem kom út 2007.

Námskeiðið er í Þingholtsstræti 17, í fimm mánudagskvöld frá 4. nóvember til 2. desember, frá klukkan hálf átta til níu. Það  kostar fimm þúsund krónur.

Mánudagskvöldið 4. nóvember:
Kristín Ástgeirsdóttir talar um kristni og kvennahreyfingar á Íslandi frá 1875 til 1930 og trúarleg viðhorf þingkvennanna Ingibjargar H. Bjarnason og Guðrúnar Lárusdóttur

Mánudagskvöldið 11. nóvember:
Arnfríður Guðmundsdóttir talar um Lúter og konurnar. Áhrif siðbótar Marteins Lúters á líf kvenna

Mánudagskvöldið 18. nóvember:
Dagný Kristjánsdóttir talar um skáldsögur Kristínar Sigfúsdóttur, „Gestur var ég …“

Mánudagskvöldið 25. nóvember:
Nína Leósdóttir talar um „þá heilögu hjónabandsstétt“ í fimm íslenskum húspostillum frá 1718 til 1901

Mánudagskvöldið 2. desember:
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir talar um frumkvöðulinn Ólafíu Jóhannsdóttur, konu kvennanna.

Þetta verður dásamlegt.  Verum innilega velkomnar.  Við þurfum ekki að skrá okkur.  Komum bara og njótum frábærra kvölda.

By |10 október 2013 13:38|Fréttir|

Messa í Fríkirkjunni í Hafnarfirði

Messa í Fríkirkjunni í Hafnarfirði sunnudaginn 13. október kl.20:00. Sr. Auður Eir Vilhjálmsdoóttir prédikar. Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar söng. Messan er haldin með Fríkirkjusöfnuðinum í Hafnarfirði.  Kaffi eftir messu.  Þær sem sjá sér fært að koma með meðlæti fá alúðarþakkir.

By |7 október 2013 12:31|Fréttir|

Þegar kólnar tökum við fram vetrarfötin

Þegar kólnar tökum við fram vetrarfötin.  Og kannski fáum við okkur kökubita þegar okkur finnst við þurfa að hressa okkur ögn.  Þegar við missum jafnvægið grípum við í eitthvað sem styður okkur.   Sem betur fer.  Annars yrði okkur óþarflega kalt og við yrðum óþarflega eirðarlausar og við myndum detta ef við styddum okkur ekki.  Við missum stundum ró okkar og finnum öryggisleysi og kulda innra með okkur og vildum að við vissum hvernig við gætum hresst okkur við.  Þau sem lifðu í veröldinni sem Biblían skrifaði um fyrir 3000 árum fundu þetta líka, alveg eins og við þótt aldirnar séu á milli okkar.  Þá gripu þau í Guð.  Og hún hélt þeim, hressti þau og gaf þeim festu og öryggi í hjarta sér.  Þess vegna stendur í Sálmunum 40.3:  Hún dró mig upp úr djúpum skurðinum, upp úr botnlausri leðjunni og gaf mér fótfestu á klett.
Blíðar kveðjur,  Auður Eir Vilhjálmsdóttir

By |3 október 2013 17:10|Dagleg trú|