Föstudaginn 8. nóvember n.k. flytur dr. Merete Thomassen opinberan fyrirlestur í boði Guðfræðistofnunar í stofu A69 í Aðalbyggingu HÍ. Fyrirlesturinn hefst kl. 11:40 og fer fram á norsku. Yfirskrift fyrirlestursins er: Tilhneigingar í nýju bænamáli:
Frá frelsi til vellíðunar. Breytingar á guðsmynd og mannskilningi undir áhrifum frá nýaldarhyggju og markaðskapítalisma
Í fyrirlestrinum fjallar dr. Thomassen um bænir sem notaðar hafa verið í nýjum guðsþjónustuformum innan norsku kirkjunnar. Hún skoðar bænirnar út frá nútímafræðilegu og textafræðilegu sjónarhorni.
Dr. Merete Thomassen er kennari í liturgíu við stofnun í kennimannlegri guðfræði við Háskólann í Ósló. Hún er höfundur bókarinnar Når dere ber. Om liturgisk språk og utforming av bønner til gudstjenesten sem kom út fyrr í haust. Sjá hér