Morgunverðarfundur til minningar um Ólafíu Jóhannsdóttur verður haldinn á Grand Hótel 22. október kl. 8:15 – 10:30 en Ólafía var fædd þennan dag árið 1863 og því eru 15o ár frá fæðingardegi hennar. Fundarstjóri er Edda Ólafsdóttir. Verð er kl. 2300 fyrir morgunverðinn og fer skráning fram á netfanginu felagsradgjof(hja)felagsradgjof.is. Dagskráin verður sem hér segir:

Kl. 8:10 Skráning og morgunverður

Kl. 8:30 Setning, Edda Ólafsdóttir, félagsráðgjafi mannréttindastofu Reykjavíkurborgar

Kl. 8:35 Listin að umgangast götustúlkur. Hugsjónakonan Ólafía Jóhannsdóttir. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands.

Kl. 9:00 Mannkærleikur, fagið og fræðin. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands.

Kl. 9:25 Arfur Ólafíu. Vinna félagsráðgjafa með heimilislausum í dag. Elísabet Þorgeirsdóttir félagsráðgjafi í Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða og Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir félagsráðgjafi á Dagsetri Hjálpræðishersins.

Kl. 9:50 Umræður

Kl. 10:30 Fundarlok.