audurilitminnstSigríður sagðist áreiðanlega hafa verið með athyglisbrest í sinni löngu liðnu æsku, en hún er að verða áttræð.  Hallgerður sagðist þá hafa alltaf verið ógurlega leiðinleg.  Við sem höfum þekkt þær í sjötíu ár munum mætavel að þær voru báðar bráðskarpar og skemmtilegar.  Það er ekki ein heldur öll vitleysan sem okkur getur dottið í hug.  En hvað segir þú, mín kæra, sem lest þetta, hvort sem þú átt marga eða fáa áratugina að baki?  Þú varst áreiðanlega yndisleg – og heyrðir það ábyggilega staðfest oft og mörgum sinnum.  En ef furðulegar hugsanir sitja um okkur skulum við syngja úr ljóðum Jesaja:  Vaknaðu og vertu sterk og spariklædd.   Hristu af þér rykið og rístu upp.  Jes. 52. 1-2  Við erum yndislegar, njótum þess.

Auður Eir Vilhjálmsdóttir