Námskeið Kvennakirkunnar um kvennabaráttukonur sem höfðu kristna trú til styrktar í baráttu sinni svo sem er skrifað um  í bókinni Kvennabarátta og kristin trú sem kom út 2007.

Námskeiðið er í Þingholtsstræti 17, í fimm mánudagskvöld frá 4. nóvember til 2. desember, frá klukkan hálf átta til níu. Það  kostar fimm þúsund krónur.

Mánudagskvöldið 4. nóvember:
Kristín Ástgeirsdóttir talar um kristni og kvennahreyfingar á Íslandi frá 1875 til 1930 og trúarleg viðhorf þingkvennanna Ingibjargar H. Bjarnason og Guðrúnar Lárusdóttur

Mánudagskvöldið 11. nóvember:
Arnfríður Guðmundsdóttir talar um Lúter og konurnar. Áhrif siðbótar Marteins Lúters á líf kvenna

Mánudagskvöldið 18. nóvember:
Dagný Kristjánsdóttir talar um skáldsögur Kristínar Sigfúsdóttur, „Gestur var ég …“

Mánudagskvöldið 25. nóvember:
Nína Leósdóttir talar um „þá heilögu hjónabandsstétt“ í fimm íslenskum húspostillum frá 1718 til 1901

Mánudagskvöldið 2. desember:
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir talar um frumkvöðulinn Ólafíu Jóhannsdóttur, konu kvennanna.

Þetta verður dásamlegt.  Verum innilega velkomnar.  Við þurfum ekki að skrá okkur.  Komum bara og njótum frábærra kvölda.