About Arndis

This author has not yet filled in any details.
So far has created 452 blog entries.

Afmælisguðþjónusta í Neskirkju

Kvennakirkjan heldur guðþjónust í Neskirkju við Hagatorg, sunnudagskvöldið 13. febrúar kl. 20. Þetta verður afmælismessa – við verðum 29 ára!
Við höldum messuna saman og syngjum með Öllu og kannski syngur Anna Sigga og við sjáum til hver prédikar fyrir okkur. Drekkum afmæliskaffi og tölum saman að guðþjónustunni lokinni.

By |8 febrúar 2022 20:19|Fréttir|

Um Markúsarguðspjall

Markúsaarguðspjall segir allra fyrst að Jesús sé frelsarinn sem var skrifað um í Gamla testamentinu.  Það var sjálf Biblía hebresku þjóðarinnar og kristið fólk fór að kalla það Gamla testamentið þegar Nýja testamentið var gefið út.  Jóhannes skírari undirbjó komu Jesú og segir að hún hafi verið undirbúin í Ritningunni sem þjóðin elskaði svo mikið.  Jesús kom og sagðist vera sá sem var skrifað um.  Hann kallaði fólk til að fylgja sér, líka konur eins og sést þótt það sé ekki skrifað nærri jafn mikið um þær og strákana.  En það var skrifað um þær sem var aldeilis ekki vaninn þá og það sýnir að þær voru fleiri en þær sem er sagt frá.  Segja kvennaguðfræðingarnir.  Jesús predikaði og læknaði.  Hann varð svo vinsæll að ef hann hefði bara stoppað og ekkert talað um að hann væri frelsarinn sem var búið að lofa hefði þetta ekki endað svona hörmulega.  En það hefði gleymst.  En hann sagðist vera Guð og þess vegna gæti hann fyrirgefið syndir og breytt lífi fólks.  Landsstjórunum fannst þetta óþolandi og skemmdarverk á trúnni.   Svo það stefndi strax að endalokunum eins og við lesum í guðspjallinu.  Hvað finnst þér?  Blíðar kveðjur.  Auður Eir

By |20 janúar 2022 16:11|Dagleg trú|

Biblían

Biblían er grundvallarrit kristinnar trúar.  Án Bibliunnar væri engin kristin trú og við vissum ekki af komu Jesú.  Við erum í hópi allra milljónanna sem treysta Biblíunni og elska hana, lesa hana og rannsaka.  Kvennakirkjur alls heimsins eru torg þar sem allar konur hennar eru kvaddar saman til að rannsaka Biblíuna.  Mikið eigum við gott að vera í hópnum.  Fólk heillaðist af kristinni trú af því að hún var öðruvísi en öll hin trúarbrögðin.  Hún var ekki um Guð í musteri eða styttum heldur um Guð sem elskar hverja einustu manneskju eins og hún er.  Hún er skapari allra og frelsari þeirra og er alltaf hjá þeim öllum í senn og hverri einustu.  Og þá hjá þér og mér.  Markús segir frá þessu öllu og mikið eigum við honum að þakka fyrir gullvönduð og áreiðanleg skrifin.  Ef hann og hinir hefðu ekki skrifað vissum við ekki að Jesús væri til.  Blíðar kveðjur,  Auður Eir

By |9 janúar 2022 18:21|Dagleg trú|

Hittumst á Mánudag 10. janúar

Nú HITTUMST Á MÁNUDAGINN, 10. JANÚAR

Góðu vinkonur.  Við ætlum að hittast, eins og við ákváðum og halda áfram að lesa Markúsarguðspjall.  Hittumst núna á mánudaginn kemur í stofum okkar í Þingholtsstræti 17, 10. janúar klukkan hálf fimm og verðum til klukkan sex – 16.30 til 18.  Fáum okkur kaffi og kökusneið og lesum 14. kaflann í Markúsarguðspjalli..  Hlökkum til og njótum lífsins.   Gleðilegt ár og takk fyrir síðasta ár og öll hin.  

By |7 janúar 2022 18:18|Fréttir|

Gleðileg Jól! Jólaguðþjónusta Kvennakirkjunnar fellur niður

Um leið og við óskum ykkur gleðilegra jóla og alls hins besta á helgum tímum tilkynnum við að vegna ástandins í samfélaginu fellur jólaguðþjónusta Kvennakirkjunnar niður. Sjáumst sæl á nýju ári.

By |25 desember 2021 11:34|Fréttir|

Gleðileg Jól!

GLEÐILEG JÓL

Guð gefi okkur öllum gleðileg jól. Með frið í hjarta okkar, eftirvæntingu eftir því sem
bíður okkar og þakklæti fyrir það sem er liðið.  Það er gott að hugsa við kertaljósin.  Þá finnum við friðinn sem umlykur okkur einmitt núna.  Núna á þessari aðventu og þessum jólum.  Kannski hugsum við um það sem hafði áhrif á okkur einu sinni, það sem var gott og það sem var ekki verulega gott.  Það hefur áhrif á okkur núna.  Og á það sem við gerum á árinu sem bíður eftir því að við sláumst í hópinn.  Er ekki gott að segja það við sjálfar okkur að það sem var ekki gott er búið? Það er farið.  Guð tók hugsanirnar um það frá okkur.  En það sem var gott er ekki farið.  Guð geymir það fyrir okkur og gefur okkur minningarnir.  Þess vegna er gott að eiga friðinn núna, djúpan og yndislegan.  Og vænta góðrar framtíðar.  Það er allt gjöf Guðs vinkonu okkar sem elskar okkiur.  Hún elskar fólkið okkar nær og fjær og gætir að því. Hugsum hver til annarrar og biðjum hver fyrir annarri.  Tökum einu sinni enn á móti jólagleði Guðs.  Það er yndislegt.

Gleðileg jól og blíðar kveðjur,  Auður Eir

By |15 desember 2021 21:46|Fréttir|

Biblíulestrarnir

Margar okkar lesa nýju bækurnar okkar.  Sumar kjósa sína eigin röð og byrja kannski á Gamla testamentin eða Postulasögunni.  Við gerum þetta allar nákvæmlega eins og við viljum.  Það er svo gott að vita að sumar lesa heima á eigin spýtur en fylgjast með okkur sem hittumst og tölum saman í Þingholtsstræti á mánudagskvöldunum.  Við allar kristnar konur um alla veröldina þurfum að lesa Biblíuna saman, segja kvennaguðfræðingarnir sem hófu lesturinn á síðustu öld og gengu í fótspor kvennanna sem fóru á undan.  Þær segja að með því að lesa sjáum við að Biblían er auðlegð okkar.  Biblían er auðlegð okkar.  Yndisleg orð.  Finnst þér það ekki?  Þökkum hver annarri fyrir samstarfið nær og fjær.

By |13 desember 2021 21:44|Fréttir|

Aðventuguðþjónusta í Grensáskirkju

Aðventuguðþjónusta í Grensáskirkju

Sunnudagskvöldið 12. desember kl. 20.00 verður aðventuguðþjónusta Kvennakirkjunnar í Grensáskirkju. Séra Dalla Þórðardóttir á Miklabæ flytur okkur hugvekju og við
 syngjum um eftirvæntinguna og hlustum í kyrrð og friði á hljómlist Önnu Siggur Elínar Þallar og Ragnheiðar Ragnars. Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar söngnum.  Drekkum kaffi og tölum saman í gleði hjarta okkar. Verum innilega velkomnar hver til annarrar.

By |10 desember 2021 19:14|Fréttir|

Áfram lesum við Markús í Þingholtsstrætinu

 Við lesum núna sjötta kaflann hjá Markúsi og tölum um hann á mánudaginn kemur.  Hann er um predikun Jesú í heimabænum og góðar móttökur sem breyttust í vondar.   Hvað þykistu vera?  Svo segir frá því að hann sendi postulana út til að predika.  Næst frá veislunni hjá Heródesi og stúpdótturinni sem dansaði fyrir gestina og mömmu hennar sem lét koma með höfuð Jóhannesar skírara á fati inn í veisluna.  Og síðast frá samveru Jesú með hópnum sínum, brauðveislunni með fólkinu úti í náttúrunni, storminum á vatninu og lækningunni þegar fólkið streymdi til Jesú til að læknast.  

Við lesum um postulana sem Jesús valdi til að vinna með sér.   Það voru ekki bara menn heldur líka konur og að það breytti sögu veraldarinnar. 

By |20 nóvember 2021 17:48|Dagleg trú|

Hvað um það þegar við læknumst ekki?

Við töluðum um 5. kaflann hjá Markúsi á mánudaginn var.  Töluðum mest um konuna með blæðingarnar.  Hún treysti Jesú.  Hann læknaði hana.  Hvað um það þegar við læknumst ekki?  Hvað um allt mótlætið sem hann frelsar okkur ekki frá?  Við vitnuðum í orði Jesú í síðustu kvöldmáltíðinni:  Ég ætla ekki að taka ykkur út úr þessum flókna heimi heldur gefa ykkur styrkinn til að vera þar.  Svo sagði hann:  Þið erum með mér í baráttunni við mótlætið.  Ég verð alltaf með ykkur.  Blíðar kveðjur,  Auður Eir

By |16 nóvember 2021 17:47|Dagleg trú|