Guðþjónusta Kvennakirkjunnar í mars verður í Hallgrímskirkju sunnudagskvöldið 13. mars kl. 20. Gangið inn bakatil um dyrnar nær Einarssafni og við tökum á móti ykkur við dyrnar. Séra Úrsúla Árnadóttir predikar. Aðalheiður Þorsteinsdóttir leiðir okkur í sálmasöng. Við predikum orðið, syngjum og biðjum, drekkum kaffi og tölum saman. Þær sem sjá sér fært að koma með kaffibrauð fá alúðarþakkir.