Margar okkar lesa nýju bækurnar okkar.  Sumar kjósa sína eigin röð og byrja kannski á Gamla testamentin eða Postulasögunni.  Við gerum þetta allar nákvæmlega eins og við viljum.  Það er svo gott að vita að sumar lesa heima á eigin spýtur en fylgjast með okkur sem hittumst og tölum saman í Þingholtsstræti á mánudagskvöldunum.  Við allar kristnar konur um alla veröldina þurfum að lesa Biblíuna saman, segja kvennaguðfræðingarnir sem hófu lesturinn á síðustu öld og gengu í fótspor kvennanna sem fóru á undan.  Þær segja að með því að lesa sjáum við að Biblían er auðlegð okkar.  Biblían er auðlegð okkar.  Yndisleg orð.  Finnst þér það ekki?  Þökkum hver annarri fyrir samstarfið nær og fjær.