Markúsaarguðspjall segir allra fyrst að Jesús sé frelsarinn sem var skrifað um í Gamla testamentinu.  Það var sjálf Biblía hebresku þjóðarinnar og kristið fólk fór að kalla það Gamla testamentið þegar Nýja testamentið var gefið út.  Jóhannes skírari undirbjó komu Jesú og segir að hún hafi verið undirbúin í Ritningunni sem þjóðin elskaði svo mikið.  Jesús kom og sagðist vera sá sem var skrifað um.  Hann kallaði fólk til að fylgja sér, líka konur eins og sést þótt það sé ekki skrifað nærri jafn mikið um þær og strákana.  En það var skrifað um þær sem var aldeilis ekki vaninn þá og það sýnir að þær voru fleiri en þær sem er sagt frá.  Segja kvennaguðfræðingarnir.  Jesús predikaði og læknaði.  Hann varð svo vinsæll að ef hann hefði bara stoppað og ekkert talað um að hann væri frelsarinn sem var búið að lofa hefði þetta ekki endað svona hörmulega.  En það hefði gleymst.  En hann sagðist vera Guð og þess vegna gæti hann fyrirgefið syndir og breytt lífi fólks.  Landsstjórunum fannst þetta óþolandi og skemmdarverk á trúnni.   Svo það stefndi strax að endalokunum eins og við lesum í guðspjallinu.  Hvað finnst þér?  Blíðar kveðjur.  Auður Eir