audurilitminnstEitt mánudagskvöldið í janúar kom Kristín Steinsdóttir rithöfundur til okkar til að tala við okkur um bókina sína Vonarlandið sem kom út nú fyrir jólin  2014.  Hún er fyrst og fremst um konurnar sem þvoðu í Þvottalaugunum, þar sem við höldum guðþjónusturnar okkar 19. júní.  Hún sagði frá konunum sem fóru til Reykjavíkur, þótt þær væru í rauninni enn bundnar af vistarbandinu, og tóku sér sjálfstæða vinnu við þvotta, vatnsburð, kolaburð, fiskþvott, heimilisstörf eða hvað annað.  Þær urðu sjálfstæðar manneskjur. Bókin er mikið listaverk, bæði heimildir um tímann sem er ekki löngu liðinn og skáldsaga um hugrekki og vináttu kvenna.  Það er ótrúlegt en satt að konur voru svo kúgaðar og réttlausar fyrir svo skömmum tíma og jafn ótrúlegt og satt hvað þær voru hugrakkar og duglegar og hvað kvennabaráttan hefur gjörbreytt veröld okkar.

Blíðar kveðjur,  Auður Eir