Tvær vinkonur okkar
Tvær vinkonur okkar í hverfinu hafa fallið frá,   Þuríður Bergmann og Vilborg Dagbjartsdóttir.  
Þuríður bjó úti í Þingholtsstræti í húsi sem hún  gerði upp fyrir áratugum af miklu hugrekki og 
ræktaði garð sem var ævintýri. Hún var með fyrstu konum í Reykjavík til að annast glugga-
útstillingar.  Hún bauðst til að lána okkur stólana sína þegar við áttum ekki nógu marga fyrir allar 
konurnar sem komu til okkar.  Við kölluðum hana alltaf Þuríði á 13.
Vilborg bjó hérna niðri við Bókhlöðustíginn og kom stundum inn til okkar eða við spjölluðum 
á gangstéttinni.  Hún sagði að það væri mesti  misskilningur að vinstrafólk eins og hún væri ekki 
trúað, hún hefði alltaf farið í kirkju.   Vilborg var kennari og þjóðfræg  fyrir fallegu ljóðin sín.