bibliaJóhannes 1. 35 – 51

Fylg þú mér.

Jesús byrjaði að safna að sér hópi til að vinna með sér. Sum höfðu fengið undirbúning hjá Jóhannesi skírara sem sagði þeim hver Jesús var. Þau sögðu svo fleirum og Jesús bauð þau öll velkomin. Það er ekki strax sagt frá konunum sem hafa þó áreiðanlega komið líka. Sumar eru nafngreindar seinna. Það var ekki í tísku að segja frá konum. Þess vegna stendur ekkert um þær. En þær voru áreiðanlega í hópnum með mönnunum tólf sem einir eru nafngreindir vegna ríkjandi tísku sem guðspjallamennirnir áttuðu sig ekki á að breyta.

Jóhannesarguðspjall mun smátt og smátt birtast hér (smellið á hér)