audurilitminnstAmma mín í Miðstræti sem var að norðan sagði að föt sem fóru vel væru hreyfileg.  Ég veit ekki hvort það er sérlega norðlenskt orðaval.  En það lýsir fötum sem eru svo vel sniðin að við finnum ekki fyrir þeim en finnum hvað  við  erum flottar og elegant.  Við erum það nefnilega.  Þú ert verulega flott manneskja og eftir því yndisleg á alla lund.  Treystu því nú í dag.  Og á morgun.  Og alla daga.   Í 52. kafla Jesaja stendur í útleggingu Kvennakirkjunnar:  Vaknaðu og klæddu þig í styrk þinn, farðu í fallegu fötin þín, vinkona Guðs.    Óttastu ekki því að hún er hjá þér.

Ég skal birta allan textann næst.
Blíðar kveðjur,  Auður