audurilitminnstHér kemur textinn úr 52. kafla Jesaja og nokkrum fleiri köflum.
Vaknaðu og klæddu þig í styrk þinn,
farðu í fallegu fötin þín, vinkona Guðs.
Óttastu ekki því að hún er hjá þér.
Hún hefur feykt burt mistökum þínum.
Hún hefur skrifað nafnið þitt í lófa sinn.
Hún styrkir þig og gerir þig frjálsa
og gefur þér sínar eigin hugsanir.
Þegar þér finnst þú falla í rúst
gerir Guð þig aftur sterka og tignarlega.
Blíðar kveðjur,  Auður