audurilitminnstRiffat Hassan er fædd og uppalin í íslamstrú í Pakistan.  Hún varð háskólakennari í Ameríku, marxisti og trúleysingi en fór að efast um sjálfa sig:  Ég fór heim og ákvað að biðja.  Ég hafði ekki beðið síðan ég varð marxisti.  Ég man hvað mér fannst undarlegt að beygja kné á gólfinu heima hjá  mér.  Hvað ertu að gera, þú sem ert doktor og marxisti?   Og svo hugsaði ég að það væri einmitt þess vegna sem ég þyrfti að biðja.  Og allt í einu fann ég frið sem ég hafði aldrei fundið áður.  Þú veist hvernig sumar konur tala um eyðu innra með sér.  Eyðan hvarf þegar ég bað, og ég vissi að ég var að gera það sem ég átti að gera.  Svo að ég snéri aftur til trúarinnar og fann sjálfa mig.    Gott að heyra þetta, blíðar kveðjur, Auður Eir