audurilitminnstÉg las á mörgum stöðum um búddistahópana sem hafa orðið til víða um Vesturlönd.  Það er eitthvað nýtt og heillandi um djúp lífsgildi.  Helga Jóakimsdóttir kom til okkar á mánudagskvöldi í Þingholtsstræi og sagði okkur frá búddisma.  Hún sagði að margir þessir  hópar væru í rauninni ekki hópar um trúna.  Það þyrfti að iðka trúna.  Og ég segi að það eigum við öll sameiginlegt, við öll sem tökum trú okkar alvarlega.  Við þurfum að iðka trúna og þar finnum við það sem við leitum að.  Gott að heyra þetta, blíðar kveðjur, Auður Eir