Aðventu guðþjónusta Kvennakirkjunnar verður að þessu sinni í Dómkirkjunni í Reykjavík. Hún byrjar kl. 14 sunnudaginn 7. desember. Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar.Elín Þöll Þórðardóttir segir frá kirkjunni sinni í Kanada.  María Sól Ingólfsdóttir syngur eisnöng,  Aðalheiður Þorsteinsdóttir stýrir söngnum og kvennakirkjukonur syngja. Á eftir komum við saman á kirkjuloftinu og hægt verður að kaupa kaffi fyrir 700 krónur. Þær sem sjá sér fært að koma með meðlæti fá alúðar þakkir.