audurilitminnstKristrún Heimisdóttir sagði í samtali hjá okkur um trúna í landinu að þegar við töluðum um önnur trúarbrögð yrðum við að tala við þau sem þekktu þau í raun og veru.  Konur mismunandi trúarbragða hafa í áratugi haldið stórar og litlar ráðstefnur um trúarbrögðin og skrifað  bækur saman.  Þær segja að það sé aldrei auðvelt að eiga samtal um mismunandi trúarbrögð.  Við höfum ekki í hyggju að snúast til annarra trúar eða blanda saman trú okkar eða blandast í eitthvað annað.  Við ætlum að tala um það sem sameinar okkur og það sem er ólíkt með okkur, skrifa þær.  Gott að heyra þetta, blíðar kveðjur, Auður Eir