DallaÞetta er framhaldskafli um Samson.  Þið þekkið ef til vill söguna af Samson.  Hana að finna í 13. -16 . kafla í Dómarabókinni.

Hann kom í þennan heim til þess að gegna ákveðnu hlutverki; honum var í upphafi plantað í góða jörð og hann átti að bera ríkulegan ávöxt. En það fór á annan veg.  Hann átti að byrja á því að frelsa landa sína undan yfirráðum Filista, útlendinga, sem okuðu þjóðina. Og þess vegna er það i senn dapulegt og hlálegt að um hann var sagt: “Hann var dómari í Ísrael á dögum Filista. “Tímabil hans sem leiðtoga var merkt einmitt því sem hafði átt að verða hans helsta verk. Honum var ætlað að verða hetja.  Engill tilkynnti móður hans að frá fæðingu mætti aldrei skerða hár hans, hann var frátekinn. Samson hafði ofurkrafta og taldi sjálfur, og ef til vill var það rétt, að þeir tengdust lokkaflóðinu og að ef hárið yrði klippt yrði hann linur sem aðrir menn, eins og það er orðað.   Og hvað skyldi nú framhaldið verða?

Bestu kveðjur,  Dalla Þórðardóttir