Áður en við byrjum að á því að henda, geyma og hafa fremst spekúlerum við í hlutunum. Horfum yfir, spáum í hlutina, tökum ákvarðanir gerum áætlun.

Í garði okkar eigin huga eru hæðir og hólar, lautir og lægðir. Hæðirnar má nota til að taka sprett, hlaupa upp og horfa yfir. Hafa yfirsýn og sjá hvernig gengur, hvað grær og dafnar og hvar óræktin er, hvað er visið og vanrækt. Við getum líka horft yfir girðinguna, hvernig, hvaða hugmyndir eru notaðar í öðrum görðum og hvernig vöxturinn er þar, handan við girðinguna.

Lautirnar má nota til að komast í var, vera í skjóli, hvíla sig og hugsa málið, skoða hugsanir sínar, vega og meta og taka ákvörðun. Taka ákvörðun miðað við það sem við sjáum frá hólnum, það sem við sjáum í huga okkar, miðað við tækifærin hverju sinni, hvað tilheyrir möguleikum okkar.

Bestu kveðjur,  Sigrún Gunnarsdóttir