audurilitminnstVið höfum fengið vinnu í Guðsríkinu.  Guðsríkið er aldagamalt alþjóðafyrirtæki.  Við vinnum þar með milljónum fólks um alla veröldina.  Daglegt líf okkar er okkar deild.  Þar gerist allt og þar tökum við á móti efni Guðsríkisins og dreifum því.  Með því sem við erum, hugsum, segjum og gerum.  Það þarf að koma fram með nýjar hugmyndir og taka upp nýja möguleika, koma verkum frá, læra að gleðjast yfir því sem tekst, þora að taka þátt í því sem kann að misheppnast og taka því sem heppnast ekki.

Það er mikið að gera.  Við kæmum því ekki af nema af því að Guð gefur okkur máttinn og mildina.

Úr bók Kvennakirkjunnar: Vertu leiðtogi í þínu eigin lífi.

Með blíðum kveðjum,  Auður Eir