Gerum okkur grein fyrir hverjum við tilheyrum. Tökum ákvörðun um hverjum við viljum tilheyra. Njótum þess sem samvera okkar við aðra gefur og njótum að gefa af sjálfum okkur í samtali við aðra. Styrkjum aðra með framkomu okkar, leitum til annarra og tökum á móti styrk þeirra.

Með bestu kveðjum,  Sigrún Gunnarsdóttir