Mánudaginn 26. september,  frá hálf fimm til sex – 16.30 – 18 hefst nýtt námskeið í Kvennakirkjunni í Þingholtsstrætinu. Námskeiðið ber yfirskriftina: Kristin trú stillir kvíðann.
Námskeiðið stendur alveg til jóla og við verðum allar kennarar.
Kvíðinn er þrúgandi hvarvetna í þjóðfélaginu og við ætlum að tala saman um það  hvernig við ráðum við hann með því að nota kristna trú okkar. Við kennum sjálfar og lærum slökun og biðjum og syngjum og fáum gesti.