bibliaJóhannes 1.  19 – 34

Sjá, Guðs lamb, sem ber synd heimsins.

Jóhannes skírari var ekki Jóhannes sem skrifaði guðspjallið.  Jóhannes skírari undirbjó komu Jesú og yfirmenn þjóðfélagsins töldu að hann væri kannski sá sem sagðist vera sendur af Guði en þeir vildu ekkert heyra um slíka óhæfu.  Jóhannes skírði fólk í Jórdan og bað það að breyta um hugarfar.  Jesús kom til að skírast eins og hin þótt hann þyrfti ekki að skipta um hugarfar.  Ég þekkti hann ekki þegar hann kom, sagði Jóhannes, en Guð sagði mér hver væri kominn.  Hann ber synd heimsins, sagði Jóhannes.  Og það átti eftir að koma í ljós og verða meginboðskapur kristinnar trúar.

Jóhannesarguðspjall mun smátt og smátt birtast hér (smellið á hér)