astakrTrúin er mér mjög dýrmæt og hún er hluti af mínum hversdegi.  Það er margt sem ég segi Guði sérstaklega á morgnana.  Þá stend ég við stofugluggann minn og tala við Guð.  Kannski liggur ekki vel á mér og þá bið ég Guð að hjálpa mér að láta það ekki bitna á þeim sem ég mæti.  Stundum liggur vel á mér og þá get ég þakkað Guði fyrir gleðina og bið um hjálp til að sýna öðrum hana.  Guð er alltaf til staðar sama hvað klukkan er og sama hvaða dagur er.  Stundum er það lítilfjörlegt sem þig langar að segja og Guð hlustar alltaf.  Svo geta komið risamál en ekkert er of stórt fyrir Guð.  Það eru ekki mjög mörg ár síðan ég lærði að segja:  „ Ég ræð ekki við þetta viltu hjálpa mér.  Ég afhendi þér það.“

Bestu kveðjur,  Ásta Kr. Jónsdóttir