audurilitminnstÉg var að rifja upp ýmsar skemmtilegar lýsingar sem við höfum um okkur sjálfar og annað fólk.  Eins og:  Ég ætlaði að segja þeim meiningu mína en missti kjarkinn og varð eins og smjör í volgri hendi.  Ég er alveg niðurbrotin eins og samanbrotið pappírsblað, þótt það sjáist ekki á mér.  Ég er eins og mulin paprikka í glæru glasi og allt fólk sér það.  En þetta er best:  Hún Sigríður er svo dugleg.  Og svo er nú Jónína eins og hún er.

Biblían er full af ýmsum lýsingum á fólki sem var alla vega  uppgefið og vonlaust leynt eða ljóst og fékk þann úrskurð hjá öðrum að það væri nú eins og það er.  Ég held að uppgjöfin sé stundum eins og öryggisventill svo að það sjóði ekki upp úr í huga okkar.  Ég held að við megum læra að gefast stundum upp.  Hvað heldur þú?

Fólkið í Biblíunni endaði aldrei lýsinguna í uppgjöf.  Endirinn var svona:  Þá rétti Guð mér hendina og reisti mig aftur upp.  Þegar Guð kom sjálf og varð ein af okkur, Jesús frelsari okkar, þá sagði hún:  Þú ert ekki lengur þjónustustúlka.  Þú ert vinkona mín.  Þú átt allt með mér og ég geri þig með mér að ljósi heimsins.  Hvað segirðu um það í dag?

Blíðar kveðjur, Auður