Kvennakirkjan heldur guðþjónustu við Þvottalaugarnar í Laugardal fimmtudaginn 19. júní kl. 20 í samvinnu við Kvenréttindafélag Íslands og Kvenfélagasamband Íslands. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar, Inga Jóna Þórðardóttir flytur ávarp, Ásdís Þórðardóttir leikur Áfram stelpur! á trompet, Anna Sigríður Helgadóttir syngur einsöng og Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar söngnum. Á eftir er opið hús í Café Flóru.