Kvennakirkjan heldur guðþjónustu í Neskirkju við Hagatorg sunnudaginn 17. mars kl. 20. Séra Úrsúla Árnadóttir predikar, Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar sálmasöng. Anna Sigríður Helgadóttir syngur fyrir okkur. Hlustum, biðjum, syngjum og gleðjumst og drekkum kaffi og tölum saman. Það er með mestu gæðum lífsins að fá að hittast.