audurilitminnstJeremía skrifar í 3. versinu í 30. kaflanum: Ég mun leiða þau
aftur til landsins sem ég fékk þeim sem voru á undan þeim og
þau tóku til eignar.

Jeremía talar um landið sen Guð gaf þjóðinni og leiddi hana
gegnum hættur og hörmungar til að komast þangað. Hún brýndi
fyrir fólkinu sínu að taka á móti því í auðmýkt og minnast þess
alltaf að þetta var gjöf sem Guð gaf henni.

Við skulum taka þessi orð til okkar og þakka Guði fyrir það sem
við fengum í arf frá okkar fólki, hæfileika og gæsku, og minnast
þess að þau tókust á við það sem mætti þeim. Það gerum við
líka. Við tökum við gleði lífsins í auðmýkt og þökkum Guði fyrir
að alltaf þegar við missum sjónir af því sem við erum leiðir Guð
okkur aftur til sjálfra okkar.

Blíðar kveðjur, Auður