audurilitminnstÞað er undursamlegt sem þeir skrifa spámennirnir Jesaja og Jeremía.
Þeir skrifa að Guð muni alltaf halda vináttu sinni við okkur. Og þegar
við erum svo uppgefnar að við finnum eiginlega ekki vináttu við
sjálfar okkur og gætum hugsað okkur að vera einhverjar aðrar eða að
minnsta kosti að gera eitthvað annað þá heldur Guð okkur fast. Hún
sýnir okkur að það er einmitt best fyrir okkur að vera það sem við
erum. Af því að við erum yndislegar manneskjur, Af því að við
erum vinkonur hennar.

Blíðar kveðjur, Auður Eir