Mánudagskvöldið 7. mars klukkan hálf fimm í Þingholtsstræti 17 byrjum við nýja röð af námskeiðum.  Við getum komið þau kvöld sem viljum en helst auðvitað öll. Eins og alltaf borgum við hver annarri 1000 kall á kvöldi.

Við ætlum að tala um nýja bók okkar sem verður aðallega um fyrirgefninguna.  Fyrirgefningu Guðs sem hvetur okkur til að fyrirgefa sjálfum okkur. Betri tilboð gefast hvergi.  Hvernig tökum við móti því?  Komum sem getum og hlustum og tölum.  Allar erum við dýrmætar.