Kynning á bókinni Odd girls out á námskeiði Kvennakirkjunnar

Mánudaginn 22. október verður námskeið í Kvennakikjunni í Þingholtsstrætinu og eins og síðastliðna mánudaga er það haldið á þriðju hæð hjá Elísabetur. Efni þessa námskeiðs er tengd Kvennafrídeginum. Linett Vassel sem hefur barist fyrir rétti kvenna síðan 1970 sagði nýlega í viðtali við Alkirkjuráðið að konur þyrftu að rannsaka valdið mun dýpra sem konur. Og það er það sem ætlunin er að gera á námskeiðinu. Hulda Hrönn M. Helgdóttir einn af prestum Kvennakirkjunnar kynnir bókina Odd girls out eftir Rachel Simmons. Rætt verður um samskipti kvenna, hina földu menningu árásahneigðar stúlkan við aðrar stúlkur. Leitað verður svara við því hvers vegna árásarhneigð og kúgun kvenna á öðrum konum er svona vel falin og um birtingarform hennar. Verið öll hjartanlega velkomin !

By |21 október 2018 22:38|Fréttir|

Guðþjónusta í Seltjarnarneskirkju

Guðþjónusta verður í Seltjarnarneskirkju sunnudaginn 21. október kl. 20. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar og Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar sálmasöng. Við syngjum, biðjum og tölum við Guð og hver við aðra og drekkum kaffi áður en við skiljumst.

 

By |16 október 2018 8:42|Fréttir|

Námskeið Kvennakirkjunnar eru að hefjast !

Námskeiðin byrja mánudaginn 24.september.  Þau verða í Þinholgtssrtræti 17 frá klukkan hálf fimm til sex,  ekki í stofum okkar heldur uppi á lofti. Gengið upp tröppurnar.    Yfirskrift fyrstu fjögurra mánudaga verður Litirnir í lífinu.  Við höldum námskeiðið allar í sameiningu og borgum hver annarri þúsund krónur fyrir hvert kvöld.  Ekkert verð fyrir svo áhrifaríkt námskeið því við verðum miklu litríkari á eftir.  Komdu og vertu velkomin.

By |19 september 2018 21:19|Fréttir|

Haustið hefst í Laugarneskirkju !

Kvennakirkjan heldur guðþjónustu í Laugarneskirkju sunnudaginn 23. september klukkan 20.  Við tölum um  litina í  lífinu í  litadýrð kristinnar hversdagsgleði okkar.  Séra Hulda Hrönn M. Helgadóttir predikar,   Aðalheiður Þorsteinsdóttir leiðir okkur í yndislegum sálmasöng við blóm og kertaljós og Elísabet Þorgeirsdóttir les bænir okkar.  Drekkum kaffi og tölum saman.   Mikið verður gaman.  Komdu endilega.

By |19 september 2018 21:03|Fréttir|

Guðþjónusta við Kjarvalstaði á kvenréttindadaginn 19. júní

Kvennakirkjan, Kvenréttindafélag Íslands og Kvenfélagasamband Íslands halda guðþjónustu við Kjarlvalsstaði 19. júní klukkan 20

Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar, Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar söng og Anna Sigríður Helgadóttir syngur einsöng.

By |17 júní 2018 15:45|Fréttir|

Guðþjónusta í Garðakirkju 13. maí kl. 20:00

Guðþjónusta verður í Garðakirkju á Álftanesi sunnudagskvöldið 13. maí kl. 20.  Séra Hulda Hrönn M. Helgadóttir predikar. Aðalheiður Þorsteinsdóttir og Anna Sigríður Helgadóttir sjá um stundarkorn í hvíld og hvatningu
með sálmum, sögum og bænum. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir leiðir þakkir fyrir fyrirgefningu

Kaffi í Króki. Þær sem sjá sér fært að færa góðgerðir fá alúðarþakkkir

By |8 maí 2018 16:40|Fréttir|

Fermingar í Kvennakirkjunni

Fermingar í Kvennakirkjunni

Þrjár stúlkur fermast á vegum Kvennakirkjunnar í vor.  Þær hafa  verið á okkar vegum í vetur og fengið fræðslu og eru allar tilbúnar til fermingarinnar.   Þær heita Þóra Björg Stefánsdóttir, Unda Brauna og Sigrún Björgvinsdóttir.  Það hefur verið mikil gleði að vera með þeim í vetur og við biðjum Guð að geyma þærog vitum að það verður henni enn meiri gleði en okkur.

By |15 apríl 2018 21:50|Fréttir|

Guðþjónusta í Langholtskirkju 15. apríl

Guðþjónusta Kvennakirkjunnar verður sunnudaginn 15. apríl klukkan 20
Ferðin frá gröf Jesú og kirkju hans og aftur heim

Sitjum saman við borð í safnaðarheimilinu  lesum og syngjum og biðjum saman og spjöllum yfir kaffinu og kökusneiðunum

Anna Sigríður Helgadóttir syngur og  Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar öllum söng

Aldeilis velkomnar eins og alltaf – alltaf prýði að ykkur

By |11 apríl 2018 21:34|Fréttir|

Námskeið Kvennakirkjunnar næstu tvo mánudaga

Námskeið Kvennakirkjunnar halda áfram og Mánudaginn 9. apríl talar Klara Bragadóttir sáfræðingur um þau miklu áhrif sem góðar tengingar við gott fólk hafa á heilsu okkar Mánudaginn 16. apríl talar Elín Sigrún Jónsdóttir lögfræðingur um Ég líka byltinguna hérlendis.  Námskeiðin eru í Þingholtsstræti 17 frá klukkan hálf fimm til sex síðdegis. Hlustumm, lærum, spyrjum og spjöllum og fáum kaffi og súkkulaði

 

By |3 apríl 2018 15:12|Fréttir|

Hulda Hrönn M. Helgadóttir kemur til starfa hjá Kvennakirkjunni

Séra Hulda Hrönn M. Helgadóttir fæddist í Reykjavík 6. júni 1961.  Hún tók stúdentspróf frá Menntaskólanum við Sund 1981 og guðfræðipróf frá Háskóla Íslands 1987.  Hún vígðist til  Hríseyjarprestakalls sama ár, 5. júllí 1987.  Hún starfaðii þar til ársins  2014 þegar hún varð héraðsprestur í Kjalarnesprófastsdæmi  en er nú orðin prestur Kvennakirkjunnar með verkefni hér og víðar í þjóðkirkjunni.

Árið 1995 – 6 nam Hulda kennimannlega guðfræði með sérnám í sjúkrahúsprestþjónustu í Edinborg í Skotlandi og var í starfsnámi í söfnuði skosk anglikönsku kirkjunnar og við sjúkrahús þar.

Hún heffur gegnt fjölmörgum störfum á kristilegu sviði.  Hún var formaður Félags guðfræðinema og ritstjóri Orðsins, blaðs guðfræðinema. Hún var í stjórn ýmissa félaga og meðal annarra starfa var hún í undirbúninsnefnd Kristnitökuafmælisins  árið 2000.  Hún var með öðrum kvennaguðfræðingum hér í Samstarfshópi um kvennaguðfræði og vann þar að starfi Kvennaáratugs kirkna.  Hún hefur sótt mót kvennaguðfræðinga úti um heim og hitt margar af þeim kvennaguðfræðingum sem við lásum bækur eftir í Kvennakirkjunni.  Hulda var í 16 ár í Héraðsnefnd Eyjafjarðarprófastsdæmis og hefur þjónaði sem settur prófastur.

Biskup Íslands séra Agnes M. Sigurðardóttir hefur falið séra Huldu að starfa sem einn af þremur prestum Kvennakirkjunnar.  Hún mun taka þátt í öllu starfi okkar og taka að sér störf fyrir okkur og alla þjóðkirkjuna sem lúta að starfi gegn ofbeldi í garð kvenna.

Við allar bjóðum séra Huldu innilega velkomna sem prest Kvennakirkjunnar.  Það er gott að fá hana í hópinn.

Séra Hulda fékk við vígslu sína vígslubréf og erindisbréf frá biskupi og starfar samkvæmt því og samkvæmt því samkomulagi sem biskup hefur gert við hana og okkur um starfið í Kvennakirkjunni.

Kirkjan biður okkur nú við upphaf starfs hennar með okkur að minnast orða postulans:

Við biðjum ykkur systur og bræður að sýna þeim […]

By |28 mars 2018 10:49|Fréttir|