Nýtt ár – Guðþjónusta í Seltjarnarneskirkju 14. janúar kl.20

Gleðilegt nýtt ár í Kvennakirkjunn. Fyrsta guðþjónusta Kvennakirkjunnar á nýju ári verður 14. janúar kl:20 í Seltjarnarneskirkju. Við Sitjum í hring og biðjum og syngjum saman.  Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar sálmum okkar með kór Kvennakirkjunnar og  Ragnhildur Ásgeirsdóttir syngur einsöng.  Anna Guðmundsdóttir er kaffimóðir og þær sem sjá sér fært að færa góðgæti fá alúðarþakkir.

Verum allar innilega hreint velkomnar og komum allar sem getum

By |10 janúar 2018 15:59|Fréttir|

Námskeiðin hefjast aftur í Kvennakirkjunni

Námskeiðin eru byrjuð eftir áramótin.  Hittumst í Þingholtsstræti 17 mánudaginn 8. janúar klukkan hálf fimm og verðum saman til klukkan sex.  Umræðuefnið er verulega spennandi. Það eru hugmyndir Kólossubréfsins um gleði og traust daga okkar.  Ekkert smá. Hitum kaffi og tölum saman og vertu hjartanlega velkomin.  Komdu endilega.

By |6 janúar 2018 23:02|Fréttir|

Jólaguðþjónusta Kvennakirkjunnar

Jólaguðþjónusta Kvennakirkjunnar verður í Háteigskirkju miðvikudagskvöldið 27. desember klukkan 20.

Séra Arndís G. Bernhardsdóttir Linn predikar.  Björg Brjánsdóttir leikur á flautu.  Aðalheiður Þorsteinsdóttir leikur á píanó og stjórnar jólasálmum með kór Kvennakirkjunnar.  Jólakaffi í safnaðarheimilinu eftir messu.

By |21 desember 2017 17:42|Fréttir|

Guðþjónusta Kvennakirkjunnar á aðventu

Guðþjónusta Kvennakirkjunnar á aðventu verður sunnudaginn 10. desember kl. 20 í Dómkirkjunni í Reykjavík.

Við önnumst guðþjónustuna í sameiningu í friði kirkjunnar, hljómlist og kertaljósi og hugleiðum
styrk fyrirgefningarinnar og möguleika hennar í dögum okkar.

Aðalheiður Þorsteinsdóttir spilar undir jólasálma og séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar.

Anna Guðmundsdóttir hitar okkur kaffi og súkkulaði á kirkjulofti og þær sem sjá sér fært að koma með góðgerðir fá alúðar þakkir.

By |6 desember 2017 18:56|Fréttir|

Bókakynning í Kvennakirkjunni mánudaginn 4. desember

Bókarkynning verður í Kvennakirkjunni á mánudaginn 4.  desember í Þingholtsstrætinu.

Móðir, missir, máttur er nýkomin bók eftir þrjár konur í Vestmannaeyjum,  Þórönnu Margréti Sigurbergsdóttur, Veru Björk Einarsdóttur og Oddnýju Garðarsdóttur.  Þær segja frá sorginni við sonamissi og styrk kristinnar trúar.  Oddný kemur til okkar og segir frá samtölum þeirra sem urðu að bókinni sem Skálholtsútgáfan gefur út.  Samveran verður í stofum okkar í Þingholtsstræti 17 og hefst klukkan hálf fimm og lýkur klukkan sex.  Mikið væri gaman að fá þig með.  Við hitum súkkulaði handa þér og ekki má nú minna.

By |2 desember 2017 18:43|Fréttir|

Hvíld fyrirgefningarinnar í Messu í Grensáskirkju

Messa verður í Grensáskirkju kl. 20 12. nóvember. Í guðþjónustunni fjöllum við um Hvíld fyrirgefningarinnar, það undursamlega boð Jesú að fá að fyrirgefa sjfálfum okkur af því að Guð vinkona okkar fyrirgefur okkur.   Ragnhildur Ásgeirsdóttir segir frá trú sinni og leiðir okkur í þakkarstund fyrir blessun fyrirgefningarinnar og við höfum bænastund með bænum okkar allra.    Aðalheiðuir Þorsteinsdóttir stjórnar sálmum okkar með Kór Kvennakirkjunnar og séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar.

Við drekkum kaffi og spjöllum saman í lokin.  Velkomin og ykkur verður stórlega fagnað.

By |3 nóvember 2017 18:30|Fréttir|

Hljómsveitin Eva kemur og talar á námskeiði Kvennakirkjunnar

Í dag 23. október kl. 16:30 koma Sigga og Vala úr hljómsveitinni Evu á námskeið Kvennakirkjunnar í Þingholtsstrætið. Þær héldu nýlega glæðingamessu, þar sem þær fóru nýjar leiðir í helgihaldi og héldu óhefðbundna messu í Langholtskirkju. Þær koma og ræða við okkur um gjörninginn og trúna. Einstaklega spennandi samræður. Þú ert velkomin !

By |23 október 2017 8:58|Fréttir|

Bænadjass Kvennakirkjunnar í Laugarneskirkju

Næsta guðþjónusta Kvennakirkjunnar verður Bænadjass í Laugarneskirkju 15. október kl. 20:00. Aðalheiður, Anna Sigga og við allar flytjum saman bænamessu með djassívafi. Drekkum kaffi á eftir í safnaðarheimilinu og þær sem sjá sér fært að færa okkur góðgæti fá alúðarþakkir. Verið öll hjartanlega velkomin !

By |11 október 2017 23:41|Fréttir|

Námskeiðin halda áfram – syndin er næst !

Mánudagsnámskeið Kvennakirkjunnar halda áfram í Þingholtsstrætinu kl. 16:30. Næstkomandi mánudag, 2. október kemur Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir til okkar og ræðir við okkur um Syndina.  Þú ert velkomin!

By |27 september 2017 18:39|Fréttir, Óflokkað|

Námskeið Kvennakirkjunnar heldur áfram

Næsta mánudag, 25. september kl. 16:30 heldur námskeið Kvennakirkjunnar áfram. Þá mun sr. Agnes Sigurðardóttir koma og ræða við okkur um grundvöll trúar okkar og kvennaguðfræði. Námskeiðin eru haldin í húsakynnum Kvennakirkjunnar í Þingholtsstræti 17 og þangað eru þau öll sem áhuga hafa velkomin !

By |20 september 2017 19:10|Fréttir|