Bókakynning í Kvennakirkjunni mánudaginn 4. desember

Bókarkynning verður í Kvennakirkjunni á mánudaginn 4.  desember í Þingholtsstrætinu.

Móðir, missir, máttur er nýkomin bók eftir þrjár konur í Vestmannaeyjum,  Þórönnu Margréti Sigurbergsdóttur, Veru Björk Einarsdóttur og Oddnýju Garðarsdóttur.  Þær segja frá sorginni við sonamissi og styrk kristinnar trúar.  Oddný kemur til okkar og segir frá samtölum þeirra sem urðu að bókinni sem Skálholtsútgáfan gefur út.  Samveran verður í stofum okkar í Þingholtsstræti 17 og hefst klukkan hálf fimm og lýkur klukkan sex.  Mikið væri gaman að fá þig með.  Við hitum súkkulaði handa þér og ekki má nú minna.

By |2 desember 2017 18:43|Fréttir|

Hvíld fyrirgefningarinnar í Messu í Grensáskirkju

Messa verður í Grensáskirkju kl. 20 12. nóvember. Í guðþjónustunni fjöllum við um Hvíld fyrirgefningarinnar, það undursamlega boð Jesú að fá að fyrirgefa sjfálfum okkur af því að Guð vinkona okkar fyrirgefur okkur.   Ragnhildur Ásgeirsdóttir segir frá trú sinni og leiðir okkur í þakkarstund fyrir blessun fyrirgefningarinnar og við höfum bænastund með bænum okkar allra.    Aðalheiðuir Þorsteinsdóttir stjórnar sálmum okkar með Kór Kvennakirkjunnar og séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar.

Við drekkum kaffi og spjöllum saman í lokin.  Velkomin og ykkur verður stórlega fagnað.

By |3 nóvember 2017 18:30|Fréttir|

Hljómsveitin Eva kemur og talar á námskeiði Kvennakirkjunnar

Í dag 23. október kl. 16:30 koma Sigga og Vala úr hljómsveitinni Evu á námskeið Kvennakirkjunnar í Þingholtsstrætið. Þær héldu nýlega glæðingamessu, þar sem þær fóru nýjar leiðir í helgihaldi og héldu óhefðbundna messu í Langholtskirkju. Þær koma og ræða við okkur um gjörninginn og trúna. Einstaklega spennandi samræður. Þú ert velkomin !

By |23 október 2017 8:58|Fréttir|

Bænadjass Kvennakirkjunnar í Laugarneskirkju

Næsta guðþjónusta Kvennakirkjunnar verður Bænadjass í Laugarneskirkju 15. október kl. 20:00. Aðalheiður, Anna Sigga og við allar flytjum saman bænamessu með djassívafi. Drekkum kaffi á eftir í safnaðarheimilinu og þær sem sjá sér fært að færa okkur góðgæti fá alúðarþakkir. Verið öll hjartanlega velkomin !

By |11 október 2017 23:41|Fréttir|

Námskeiðin halda áfram – syndin er næst !

Mánudagsnámskeið Kvennakirkjunnar halda áfram í Þingholtsstrætinu kl. 16:30. Næstkomandi mánudag, 2. október kemur Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir til okkar og ræðir við okkur um Syndina.  Þú ert velkomin!

By |27 september 2017 18:39|Fréttir, Óflokkað|

Námskeið Kvennakirkjunnar heldur áfram

Næsta mánudag, 25. september kl. 16:30 heldur námskeið Kvennakirkjunnar áfram. Þá mun sr. Agnes Sigurðardóttir koma og ræða við okkur um grundvöll trúar okkar og kvennaguðfræði. Námskeiðin eru haldin í húsakynnum Kvennakirkjunnar í Þingholtsstræti 17 og þangað eru þau öll sem áhuga hafa velkomin !

By |20 september 2017 19:10|Fréttir|

Kvennakirkjan byrjar námskeið haustsins

Fyrsta námskeið Kvennakirkjunnar í vetur verður mánudaginn 18. september kl. 16:30 til 19:00.  Til jóla ætlum við að tala um grundvallaratriði guðfræðinnar. Komdu endilega með þínar eigin spurningar og við svörum þeim saman.

Það er nauðsynlegt fyrir okkur að þekkja okkar eigin kristnu guðfræði og ræða hana og skilja eins og við mögulega getum.

Margar af kvenprestum þjóðkirkjunnar eru í Kvennakirkjunni og þær koma til okkar eftir því sem þær geta.

Verum allar innilega velkomnar, njótum samverunnar og förum heim með gleðina sem við gefum hver annarri.

By |13 september 2017 21:27|Fréttir|

Fyrsta guðþjónusta vetrarins í Lágafellskirkju, Mosfellsbæ

Fyrsta guðþjónusta vetrarstarfs Kvennakirkjunnar verður að þessu sinni í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ 10. september kl. 20:00. Séra Auður og Séra Arndís  sjá um messuna og sú síðarnefnda prédikar. Söngkonan Þórunn Guðmundsdóttir syngur einsöng. Aðalheiður Þorsteinsdóttir leiðir tónlistina og kvennakirkjunkonur syngja. Svo verður kaffisamsæti í skrúðhúsi kirkjunnar að messunni lokinni. Þær sem sjá sér fært að koma með meðlæti  fá alúðarþakkir.   Þetta verður yndisleg messa og alveg sérstaklega ef þú kemur.

By |6 september 2017 20:39|Fréttir, Óflokkað|

Kvöldguðþjónusta við Kjarlvalstaði 19. júní kl. 20.00

Kvöldguðþjónusta verður við Kjarvalsstaði 19. júní kl. 20. Kvennakirkjan heldur guðþjónustuna í samvinnu við Kvenréttindafélag Íslands og Kvenfélagasamband Íslands. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar.  Aðalheiður Þorsteinsdóttir og kór Kvennakirkjunnar annast guðþjónustuna með séra Arndísi G., Bernhardsdóttur Linn og Elísabetu Þorgeirsdóttur.  Ragnhildur Ásgeirsdóttir og Anna Sigríður Helgadóttir syngja.  Ásdís Þórðardóttir leikur á trompet.

Alexandra Chernyskova óperuaöngkona frumflytur sálm  Hallveigar Thorlacius og Láru Bryndísar Eggertsdóttur. Fjölbreytt guðþjónusta í bjartri kvöldkyrrðinni.

By |15 júní 2017 16:36|Fréttir|

Maímessa í Garðakirkju

Maímessa Kvennakirkjunnar verður í Garðakirkju 14, maí klukkan 20.Edda Björgvinsdóttir predikar,   Rannveig Guðmundsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir tala og Guðrún Ásmundsdóttir les ljóð.  Kristín Stefánsdóttir syngur einsöng.  Aðalheiður Þorsteinsdóttir og séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir sjá um messuna með kór Kvennakirkjunnar.   Þetta verður yndisleg messa og alveg sérstaklega ef þú kemur.

By |4 maí 2017 12:54|Fréttir|