Jólaguðþjónusta 28. desember kl.20
Jólaguðþjónustan verður í Háteigskirkju, miðvikudaginn 28. desember kl. 20þ
Séra Arndís G. Bernhardsdóttir Linn predikar
Við syngjum jólasálma með Aðalheiði Þorsteinsdóttur og kór Kvennakirkjunnar og vinkonur okkar flytja okkur jólatónlist
Anna Sigríður Helgadóttir
Kristín Stefánsdóttir
Ragnhildur Ásgeirsdóttir
og kórinn hennar
Við höldum jólakaffi í safnaðarheimilinu og þær sem sjá sér fært að koma með góðgerðir
njóta aðdáunar og þakklætis fyrir að gleðja okkur í spjallinu og vináttunni. Þetta verður stórkostleg guðsþjónusta orða og hljómlistar – ennþá betri ef þú kemur.
Fréttir af samstarfi
Annar fundurinn sem við höldum með Félagi prestvígðra kvenna og Örþingsnefnd þjóðkirkjunnar var mánudaginn 21. nóvember kl. 16.30 og þá fara námskeiðskonur okkar þangað og taka þátt í umræðunum.
Agnes biskup og Steinunn Arnþrúður prestur í Neskirkju kenndu okkur aðferðir til að ná niðurstöðum á fundum. Það var frábært og friðsælt og gott að sitja saman í loftstofunni á Biskupsstofu. Í janúar kemur Kristín Gunnlaugsdóttir myndlistarkona og segir frá málverkasýningu sinni sem er nú í Neskirkju.
Aðventuguðþjónusta í Dómkirkjunni
Aðventuguðþjónusta Kvennakirkjunnar verður í Dómkirkjunni 4. desember kl. 20:oo . Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar. Við syngjum glaðlega jólasálma við kertaljós með Aðalheiði Þorsteinsdóttur og kór Kvennakirkjunnar. Aðventukaffi á kirkjulofti eftir messuna og meðlæti vel þegið. Verum hjartanlega velkomnar – enda erum við allar ómissandi.
Umræðufundur á biskupsstofu 21. nóvember
Önnur samkoma/umræðufundur FPK, Kvennakirkjunnar og Örþingsnefndar kirkjunnar. verður Mánudaginn 21.nóvember kl. 16:30 á 4.hæð á Biskupsstofu
Hvernig tölum við saman? Hvaða leiðir eru til samstöðu?
Agnes M. Sigurðardóttir biskup og Steinunn A. Björnsdóttir prestur fjalla um consensus aðerðina til fundarstjórnar, sem notuð hefur verið af Alkirkjuráðinu. Gerðar verða nokkrar léttar og skemmtilegar æfingar í samstöðu-fundarstjórn.
Guðþjónusta Kvennakirkjunnar í Seltjarnarneskirkju
Sunnudaginn 13. nóvember verður guðþjónusta í Seltjarnarneskirkju kl. 20.Séra Arndís G. Bernhardsdóttir Linn predikar. Við syngjum og syngjum alla messuna með okkar kæru Aðalheiði Þorsteinsdóttur og kór Kvennakirkjunnar
Drekkum kaffi á eftir í safnaðarheimilinu og þær sem sjá sér fært að færa góðgæti fá alúðarþakkir.
Guðþjónusta í Neskirkju
Guðþjónusta verður í Neskirkju sunnudaginn 16. október kl. 20:00. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar – Anna Sigríður Helgadóttir syngur og við syngjum allar. mikið og glaðleg. Aðalheiður Þorsteinsdóttir leiðir sönginn með kór Kvennakirkjunnar.
Drekkum kaffi á eftir og þær sem sjá sér fært að koma með meðlæti fá alúðarþakkir.
Kristinn trú stillir kvíðann – Námskeið í Kvennakirkjunni
Mánudaginn 26. september, frá hálf fimm til sex – 16.30 – 18 hefst nýtt námskeið í Kvennakirkjunni í Þingholtsstrætinu. Námskeiðið ber yfirskriftina: Kristin trú stillir kvíðann.
Námskeiðið stendur alveg til jóla og við verðum allar kennarar.
Kvíðinn er þrúgandi hvarvetna í þjóðfélaginu og við ætlum að tala saman um það hvernig við ráðum við hann með því að nota kristna trú okkar. Við kennum sjálfar og lærum slökun og biðjum og syngjum og fáum gesti.
Fyrsta messa haustins er í Grensáskirkju
Sunnudaginn 25. september verður fyrsta messa haustins hjá Kvennakirkjunni í Grensáskirkju klukkan 20 og eins og ævinlega er kaffi á eftir. Auður predikar og Alla stjórnar söngnum og Arndís stjórnar messunni. Ragnhildur Ásgeirsdóttir syngur.Við höfum nú snúið okkur aftur að kvöldmessum eins og margar hafa óskað og hlökkum til að sjá ykkur !
Haustferð til Selfoss
Kvennakirkjan leggur í Haustferð til Selfoss laugardaginn 24. september. Förum frá BSÍ kl. 11 og röðum okkur í bílana hjá þeim sem keyra. Drekkum kaffi og förum í búðir og göngum um götur.Heimsækjum séra Guðbjörgu í kirkjuna og höfum helgistund. Setjumst og fáum okkur veitingar og tölum saman um starfið framundan.