yrsaÞau sem trúa ekki á Guð sem opinberaðist í Jesú og reis upp á páskum, eru afskaplega gott fólk og virðingarvert. Þau bara trúa ekki á okkar Guð. En Guð trúir á þau.

Í löndum þar sem kristni hefur tímabundið verið skotið til hliðar af virðingu við veraldlegt lýðveldi, benda sum á að nú sé komið nóg. Rómverska kirkjan heldur áfram að banna konum að vera prestar, múslimakonum er bannað að vera með slæður á höfði, fólk er illa upplýst um trúarbrögð almennt og þá jafnframt bókmenntir og listasögu.

Hvað getum við gert? Við getum beðið fyrir öllum og siglt í kjölfar friðarhreyfinga nútímans og rifjað upp okkar guðfræði. Jesús barðist fyrir jafnrétti. Jesús ítrekaði gullnu regluna: komdu fram við aðra eins og þú vilt að þau komi fram við þig.

Með bestu kveðjum,  Yrsa Þórðardóttir