DallaUpprisan  er fullnaðarsigur yfir dauða og illum öflum. Það allt er að baki. Angarnir eru vissulega hér og hvar, svona eins og njólinn. Hann er lífsseigur og ekki má undan líta. Hið illa er enn  á meðal okkar, er auður krossinn segir hátt og skýrt: Það eru síðustu fjörbrotin, það er á undanhaldi, máttur Krists og ást hans hafa náð undirtökunum.

Ást hans til okkar og löngun hans til að gefa okkur góða líðan er nútíð okkar og framtíð.

Páskar eru ný byrjun.

Með bestu kveðjum,  Dalla Þórðardóttir