audurilitminnstKristin trú var tortryggð og kristið fólk var ofsótt.  Þau voru áskökuð um stórfellda glæpi, gjálífi og drykkjuskap og meira að segja mannát – hvað var það eiginlega þegar þau sögðust eta hold þessa manns sem þau sögðust trúa á?  Embættismaður keisarans, hann hét Plíníus og keisarinn Trajanus,  gerði sína eigin rannsókn til að senda keisaranum.  Það var  í byrjun annarrar aldar.  Hann komst að þeirri niðurstöðu að þetta væri meinlaust fólk.  Það hittist snemma á fyrsta degi vikunnar og syngi lofsöng um  Krist sem þau sögðu að væri Guð.  Seinna um daginn hittust þau aftur til að borða saman venjulegan mat.  En morgunsamverunni lauk með því að þau unnu eið að því að fremja ekki vond verk.

Blíðar kveðjur,  Auður Eir