audurilitminnstÉg skrifaði að ég teldi að fyrirgefning Guðs væri grundvöllur lífs okkar og mesta hamingja okkar að taka á móti henni og fyrirgefa sjálfum okkur.  Dag eftir dag, á hverjum degi.  Ég hitti stundum fólk sem er alveg á móti þessu og ber oft fyrir sig fyrirgefninguna í kaþólskum skriftum, að fremja glæp, fá fyrirgefningu og fara og fremja sama glæpinn eða aðra.  Það er bara vitleysa að tala svona.  Þetta er ekki fyrirgefningin sem nokkur kirkjudeild boðar.  Þetta er vanþekking ef ekki fyrirlitning, jú, fyrirlitning, á þeirri miklu náð sem þau finna sem koma til Jesú með sorg sína yfir eigin verkum eða hugsun og fá fyrirgefningu, óendanlegan létti sem bjargar lífi þeirra.

Blíðar kveður,  Auður Eir