audurilitminnstÞað er svo gott að hugsa um alla dagana sem við áttum í jafnvægi, bæði af því að ekkert sérstakt truflaði okkur og af því að við réðum við það sem hefði annars truflað.  Rifjum það upp og syngjum lofgerðarsöng.  Við getum til dæmis sungið í dag  Ég vil ljóða um Drottin meðan lifi  eða Ástarfaðir himinhæða.    Ég segi það dagsatt að það er undursamlegt að syngja sálma.  Þegar við hittumst og eins einar með sjálfum okkur.  Það styrkir trú okkar stórkostlega og gleður okkur og gerir okkur enn fallegri og skemmtilegri.  Þó varla sé á það bætandi.  Syngjum samt og syngjum endilega og ég skal segja þér næst að það hefur margvísleg gæði.

Blíðar kveðjur,  Auður Eir