bibliaJóhannesarguðspjall 5. 1-18

Stattu upp

Nú byrja ofsóknirnar. Jesús gefur færi á þeim með því að egna yfirmennina til reiði. Hefðum við nú ráðlagt honum þessa leið? Hann valdi að lækna á hvíldardegi þótt það væri stórsynd. Skyldi hafa verið skynsamlegra að bíða til morgundagsins? Hann ætlaði að gera þetta svona. Hann ætlaði að brjóta hefðirnar sem voru orðnar átrúnaður og segja að það væri hann sjálfur sem gæfi nýtt líf og eilíft líf. Hann fékk líflátshótun í staðinn.  Lækningin var við laugina þar sem fólk beið í biðröðum eftir lækningu. En Jesús sagði umyrðalaust við lamaða manninn sem beið þar í vonleysi: Stattu upp.   Og lamaði maðurinn stóð upp og gekk.

Skýringar Kvennakirkjunnar við Jóhannesaguðspjall munu smátt og smátt birtast hér (smellið á línuna)