audurilitminnstGuð blessar þig.  Hún gefur þér sumarið, dag eftir dag, blessar þér hugsanir
þínar, vináttu og verkefni.  Hún er hjá þér í streitunni þegar hún yfirþyrmir
þig, í uppgjöfinni þegar hún tekur af þér ráðin og í sorginni þegar hún grúfir
yfir þér og í gleðinni þegar hún fær að njóta sín.  Við skulum ekki láta okkur
bregða við margskonar áreitið og jafn margvísleg viðbrögð okkar.  Þetta er
allt eðlilegt og allt er á sífelldu iði í kringum okkur og innra með okkur.
En Guð er alltaf eins, alltaf vinkona okkar, alltaf hjá okkur.  Við skulum halda
áfram að taka á móti því sem berst að okkur og gera það besta úr því –
ekki síst gleðinni sem Guð gefur okkur og vill að við njótum fram í
fingurgóma.  Gleðjum alltaf þegar við getum og gerum það myndarlega.
Þú ert yndisleg manneskja.  Njóttu þess nú verulega í sumarbirtunni.
Gleðilegt sumar.  Auður