audurilitminnstVið búum í landi sem hefur opinbera kristna trú og þjóðkirkju sem boðar hana.  Í 62. grein stjórnarskrár okkar er sagt að þjóðkirkjan njóti meiri stuðnings og beri meiri skyldur en önnur trúfélög sem starfa í landinu.   Í Mannréttindasáttmála Evrópu, 9. grein, segir að hver manneskja eigi rétt á að rækja trú sína eða sannfæringu.  Fer það saman að þjóðkirkjan hafi þá meiri stuðning og skyldur en önnur trúfélög?   Já.  Það fer ekki gegn trúfrelsi að ríki hafi opinbera trú segir í áliti Mannréttindanefndar Evrópu.

Blíðar kveðjur, Auður Eir