audurilitminnstJá, segir Pétur Kr. Hafstein fyrrum forseti kirkjuráðs og fyrrverandi hæstaréttardómari.   Hér var kristni og kirkja nánast frá upphafi Íslandsbyggðar og siðbreyting um miðja 16. öld kollvarpaði ekki þeim grunni sem kristinn dómur í landinu byggðist á.  Í stjórnarskránni 1874 sagði í fyrsta sinn í lögum að hin evangeliska lúterska kirkja skyldi vera þjóðkirkja Íslands.  Landsmenn fengu nú rétt til að stofna félög til að þjóna Guði eftir sannfæringu hvers og eins og ríkisvaldið átti hins vegar að styðja og vernda þjóðkirkjuna.  Þjóðkirkjan er ekki ríkiskirkja heldur stjálfstæð stofnun sem hefur réttindi og skyldur að lögum, skrifar Pétur Kr. Hafstein.

Blíðar kveðjur,  Auður Eir