Svona saga eins og sagan um Samson er til að hjálpa. Hún segir. Svona fór fyrir honum. Hann gleymdi sér. Hann hélt að hann ætti mátt sinn og réði honum. Hann gleymdi Guði.

Láttu það ekki henda þig. Það eigum við að læra. Þú hefur tíma til að breyta á annan hátt.

Nú skalt þú skoða þinn gang, ekki leggja það á þig að bera allt sjálfur eða sjálf. Guð er hvort sem er sá sem ræður og ræður við allt. Leggðu þig í hans hönd.

Þessar sögur, sem eru fleiri í Biblíunni, eru af breysku, venjulegu fólki , eins og okkur, fólki sem Guð ann.

Þær eru sagðar til að gefa kjark og minna á að það er aldrei of seint að snúa við á brautinni, fyrirgefa í stað þess að hata, grafa sárindi en byggja upp í staðinn.

Það er tími til að vera sú manneskja sem Guð ætlaði.

 

Með bestu kveðjum,  Dalla Þórðardóttir