Postulasagan 2. 12 – 42    –  Hvítasunnupredikunin var um upprisu Jesú  –  trúið og skírist í nafni Jesú Krists og fáið fyrirgefningu synda ykkar

Sumu aðkomufólkinu fannst  undursamlegt að heyra sitt eigið tungumál en  önnur sögðu að loftstofufólkið hefði fengið sér í tána.  Þá kvaddi Pétur sér hljóðs.  Þetta var fyrsta predikuninni í kirkjunni.  Predikun Péturs var um upprisu Jesú.  Guð leysti Jesúm úr böndum dauðans og reisti hann  upp.  Það hefði aldrei getað gerst að dauðinn héldi honum.  Nú getið þið öll sannfærst um að þessi Jesús sem þið krossfestuð er Kristur.  Trúið því, breytið um hugarfar, skírist í nafni Jesú Krists og fáið fyrigefningu syndanna og gjöf heilags anda.